Jónas Kristinsson hefur sagt upp sem framkvæmdastjóri KR. Jónas staðfesti tíðindin í samtali við Vísi en segir ástæðuna ekki þá að Lúðvík Georgsson hafði betur í formannskjöri gegn Páli Kolbeinssyni, eins og Hjörvar Hafliðason greindi frá á Twitter.
Jónas hefur verið framkvæmdastjóri KR í áraraðir en hann sagði upp á miðvikudaginn var, einum degi fyrir stjórnarfund Vesturbæjarfélagsins. Á fundinum var Lúðvík kjörinn formaður, en að sögn Hjörvars var Jónas ósáttur við kjörið. Jónas vísaði því á bug við Vísi.
„Ég sem framkvæmdastjóri styð ekki einn né neinn í formannskjöri og má ekki gera það. Framkvæmdastjóri styður aldrei neinn í kjöri. Ég sagði af mér fyrir fundinn,“ sagði Jónas við netmiðilinn.