Grannliðin í tveimur efstu sætunum

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði fyrir KR.
Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði fyrir KR. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Grannliðin KR og Grótta komust í gærkvöld í tvö efstu sætin í 1. deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni.

KR sigraði Akranes 4:1 í Vesturbænum eftir að staðan var 1:1 í hálfleik. Guðmunda Brynja Óladóttir, Ingunn Haraldsdóttir, Laufey Björnsdóttir og Kathleen Pingel skoruðu fyrir KR en tvö síðustu mörkin komu bæði í uppbótartíma. Sigrún Eva Sigurðardóttir skoraði mark Skagakvenna.

Grótta vann Grindavík 3:1 á Seltjarnarnesi þar sem Eydís Lilja Eysteinsdóttir skoraði þrennu. Tvö mörk á fyrstu þrettán mínútunum og það þriðja í uppbótartíma. Cristabel Oduro skoraði fyrir Grindavík og minnkaði þá muninn í 2:1.

KR og Grótta eru bæði með 6 stig eftir þrjá leiki en Afturelding og Haukar eru með 4 stig og eiga bæði leiki í dag þegar þriðju umferðinni lýkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert