Tvö mörk snemma leiks dugðu Víkingum

Frá leik Hauka og Víkings á Ásvöllum í dag.
Frá leik Hauka og Víkings á Ásvöllum í dag. Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson

Tvö mörk á fyrstu þrettán mínútum leiksins dugðu Víkingum úr Reykjavík til sigurs gegn Haukum á Ásvöllum í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu, Lengjudeildinni, í dag. 2:0.

Nadía Atladóttir kom gestunum í forystu á áttundu mínútu leiksins og Kristín Erla Sigurlásdóttir bætti við marki fimm mínútum síðar en meira var ekki skorað. Víkingum tókst þar með að jafna Hauka og önnur lið að stigum og sitja nú í 4. sæti með fjögur stig, fyrir ofan Hauka í 5. sætinu á markatölu.

KR og Grótta eru á toppi deildarinnar með sex stig eftir þrjá leiki en Afturelding á leik til góða í þriðja sætinu með fjögur stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert