Kári reynir að fá Ragnar í Víking

Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fagna marki …
Aron Einar Gunnarsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason fagna marki gegn Tyrklandi fyrir tveimur árum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsliðsmennirnir Aron Einar Gunnarsson og Ragnar Sigurðsson hafa síðustu daga æft með Víkingi í Reykjavík til að halda sér í standi. Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar á eitt ár eftir af samningi sínum við Al-Arabi í Katar en Ragnar er án félags. 

„Þeir koma með mikil gæði og það er gaman fyrir þessa stráka að æfa með fleirum sem hafa verið lengi í þessu og kunna þetta. Þeir læra af því að vera með þeim,“ sagði Kári Árnason, félagi þeirra hjá landsliðinu og leikmaður Víkings í samtali við mbl.is eftir 2:2-jafntefli liðsins við Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í kvöld. 

Hann útilokar ekki að reyna að fá Ragnar Sigurðsson til að skrifa undir hjá Víkingi. „Við sjáum til hvað hann vill gera en ég mun reyna,“ sagði Kári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert