Þremur leikjum frestað

Leik KA og Breiðabliks hefur verið frestað.
Leik KA og Breiðabliks hefur verið frestað. Ljósmynd/Árni Torfason

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur frestað þremur leikjum í sjöundu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu, Pepsi Max-deildarinnar, vegna komandi landsliðsverkefna íslenska karlalandsliðsins.

Leik KA og Breiðabliks á Greifavelli á Akureyri hefur verið frestað þar sem Gísli Eyjólfsson, Breiðabliki, og Brynjar Ingi Bjarnason, KA, eru á leið til Bandaríkjanna. sem og

Leik Vals og Víkings á Hlíðarenda hefur einnig verið frestað en Birkir Már Svævarsson er í landsliðshópnum.

Þá hefur leik FH og Keflavíkur í Kaplakrika einnig verið frestað en Hörður Ingi Gunnarsson og Þórir Jóhann Helgason, FH, eru báðir í hópnum ásamt Ísaki Óla Ólafssyni, Keflavík.

Leikirnir sem fara fram í sjöundu umferðinni á tilsettum tíma eru leikir HK og Leiknis úr Reykjavík í Kópavogi, leikur Fylkis og Stjörnunnar í Árbænum og leikur KR og ÍA í Vesturbæ.

Allir þrír leikirnir fara fram á sunnudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert