Hefðum átt að skora miklu meira

ÍBV vann sætan sigur í kvöld.
ÍBV vann sætan sigur í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Andri Ólafsson þjálfari kvennaliðs ÍBV var mjög sáttur með sigur sinna kvenna í Pepsi Max-deild kvenna gegn Keflavík í kvöld. Andri sagði sitt lið vera að skapa fullt af færum en ekki vera að nýta þau nægilega vel. 

Andra fannst sitt lið hafa átt að skora töluvert fleiri mörk og að mistök hjá hans liði hafi orðið til þess að Keflavíkurliðið skorar sitt mark. Andri sagðist ekki hafa séð umdeild mörk bæði hans liðs og Keflavíkur en honum fannst í báðum tilvikum ekki hafa verið rangstaða. En að margir dómar hafi kannski verið skrítnir en að úrslit leiksins hafi fallið með honum í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert