Gunnar M. Jónsson þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í Pepsi Max-deildinni sagði það vissulega gríðarleg vonbrigði að hafa tapað á lokamínútum leiks gegn ÍBV í kvöld. Gunnar sagði lukkudísirnar einfaldlega ekki hafa verið á bandi síns liðs síðustu misseri og bætti við að hans lið hafi unnið vel fyrir sínu í dag en meira segja það dugði ekki til stundum.
Gunnar sagði í raun sitt lið hafa skorað tvisvar í lokasókn leiksins og að rangstöðudómur hafi hlotið skiptar skoðanir og að honum hafi fundist þetta undarlegt allt saman.