Sigurmark í uppbótartíma í Skagafirði

Tindastóll er á sínu fyrsta ári í efstu deild.
Tindastóll er á sínu fyrsta ári í efstu deild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sandra Nabweteme var hetja Þórs/KA er liðið vann 2:1-sigur á Tindastóli í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Hún kom inn á sem varamaður í stöðunni 1:0 fyrir Tindastóli á 68. mínútu og skoraði tvö mörk, þar á meðal sigurmark í uppbótartíma. 

Strax á 2. mínútu fékk markvörður Þór/KA, Harpa Jóhannsdóttir, höfuðhögg eftir samstuð við Murielle Tiernan, framherja Tindastóls, en hélt leik áfram eftir að hafa fengið aðhlynningu. Leikurinn fór rólega af stað eftir það, en það dró til tíðinda 20. mínútu þegar að Tindastóll fékk aukaspyrnu hægra megin á vellinum. Laufey Harpa átti þá sendingu inn í teig sem Murielle Tiernan skallaði í netið og staðan því orðin 1:0 fyrir Tindastól. Þetta var jafnframt fyrsta mark Tiernan í efstu deild á Íslandi.

Þór/KA var meira með boltann það sem eftir lifði seinni hálfleiks, en náði ekki að koma sér í almennileg færi. Var því Tindastóll einu marki yfir þegar flautað var til hálfleiks.

Í seinni hálfleik byrjaði Þór/KA betur og átti nokkur skot á markið en Amber Michel átti ekki í erfiðleikum með þau í marki Tindastóls. Það var síðan á 70. mínútu sem Þór/KA jafnaði metin en þar var á ferðinni Sandra Nabweteme sem var þá nýkomin inná. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls, átti þá slaka sendingu sem Hulda Björg Hann­es­dótt­ir fékk í fæturnar og sendi boltann inn fyrir á Nabweteme sem kláraði færi snyrtilega fram hjá Michel.

Eftir að staðan var orðin jöfn skiptust liðin á að sækja en enginn almennileg færi litu dagsins ljós fyrr en í uppbótartíma þegar að Sandra Nebweteme fékk boltann í fætur inn í teig Tindastóls og hafði nægan tíma til að setja boltann í netið sem hún og gerði. Lokatölur því 2:1 fyrir Þór/KA á KS vellinum á Sauðárkróki.

Tindastóll 1:2 Þór/KA opna loka
90. mín. Snæ­dís Ósk Aðal­steins­dótt­ir (Þór/KA) á skot framhjá Snædís á skot rétt framhjá fyrir utan teig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert