Skagakonur unnu annan leikinn

Skagakonur unnu HK-inga í kvöld.
Skagakonur unnu HK-inga í kvöld. Ljósmynd/Facebook-síða ÍA

ÍA vann sinn annan sigur í Lengjudeild kvenna í fótbolta í kvöld er liðið mætti nýliðum HK í Kórnum. Urðu lokatölur 1:0. 

Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði sigurmarkið á 37. mínútu með sínu öðru marki í sumar, en hún gerði fimm mörk á síðustu leiktíð. 

ÍA er nú í fimmta sæti deildarinnar með sex stig, eins og Grótta, FH og KR, en þrjú síðastnefndu liðin eiga leik til góða. HK er í botnsætinu með aðeins eitt stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert