KR-ingar sigruðu í Kaplakrika - Afturelding efst

Víkingur og Grótta skildu jöfn í rigningarleik á Víkingsvellinum í …
Víkingur og Grótta skildu jöfn í rigningarleik á Víkingsvellinum í kvöld. Ljósmynd/Óðinn Þórarinsson

KR lagði FH að velli í Kaplakrika í kvöld, 2:0, í uppgjöri liðanna tveggja sem féllu úr úrvalsdeild kvenna í fótbolta síðasta haust.

Kathleen Pingel skoraði strax á 4. mínútu og Thelma Lóa Hermannsdóttir bætti við marki snemma í seinni hálfleik. KR hefur þá unnið þrjá leiki í röð í 1. deild kvenna, Lengjudeildinni, eftir að hafa tapað fyrir Augnabliki í fyrstu umferð.

Afturelding er hinsvegar í efsta sæti eftir sigur á Haukum, 3:1, að Varmá og er með 10 stig. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir skoraði þrennu fyrir Aftureldingu eftir að Kristín Fjóla Sigþórsdóttir hafði skorað fyrsta mark leiksins fyrir Hauka.

Augnablik og Grindavík skildu jöfn, 1:1, í Fífunni í Kópavogi. Júlía Ruth Thasapong kom Grindavík yfir í byrjun síðari hálfleiks en Vigdís Lilja Kristjánsdóttir jafnaði fyrir Augnablik skömmu fyrir leikslok.

Víkingur R. og Grótta gerðu einnig jafntefli, 1:1, í Fossvogi. Signý Ylfa Sigurðardóttir kom Gróttu yfir en Kristín Erna Sigurlásdóttir jafnaði fyrir Víking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka