Leik í fyrstu deild frestað

Grindvíkingar geta ekki sótt Vestra heim á Ísafjörð í kvöld.
Grindvíkingar geta ekki sótt Vestra heim á Ísafjörð í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Leik Vestra og Grindavíkur í fjórðu umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, sem átti að fara fram í kvöld á Ísafirði, hefur verið frestað vegna slæms veðurs.

Þetta kemur fram á twitteraðgangi Grindavíkur og á heimasíðu KSÍ er sömuleiðis búið að setja inn færslu hjá leiknum um að honum hafi verið frestað.

Í færslu Grindavíkur segir að unnið sé að því að finna nýjan leiktíma og að þar sé sunnudagurinn 30. maí líklegasta niðurstaðan.

Vestri er með 6 stig að loknum þremur leikjum í 4. sæti fyrstu deildar og Grindavík er með 3 stig í 10. sæti.

Uppfært kl. 17.47:
Leikurinn mun fara fram á Ísafirði kl. 16.30 á sunnudaginn.

Uppfært kl. 18.48:
Leik Kórdrengja og Þróttar R. hefur einnig verið frestað og hann verður leikinn á Leiknisvellinum kl. 13 á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka