Þór sigraði Aftureldingu, 2:1, í fyrsta leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu, Lengjudeildarinnar, sem var að ljúka á Þórsvellinum á Akureyri.
Álvaro Montejo kom Þór yfir úr vítaspyrnu á 37. mínútu og Fannar Daði Gíslason bætti við marki fljótlega eftir hlé. Kristófer Óskar Óskarsson minnkaði muninn fyrir Aftureldingu um miðjan seinni hálfleik en Mosfellingar misstu Ísak Atla Kristjánsson af velli með rautt spjald skömmu fyrir leikslok, eftir að hann mótmælti því kröftuglega að þeir skyldu ekki fá vítaspyrnu.
Þórsarar eru þá komnir með 6 stig eftir fjóra leiki en Afturelding er með fjögur stig.