Byrjunarlið Íslands gegn Mexíkó í vináttuleik í Texas í nótt hefur verið opinberað. Þrír leikmenn byrjunarliðsins munu spila sinn fyrsta landsleik.
Þeir Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, og FH-ingarnir Þórir Jóhann Helgason og Hörður Ingi Gunnarsson eru allir í byrjunarliðinu og leika sinn fyrsta landsleik.
Með þeim eru reynslumeiri leikmenn eins og Birkir Már Sævarsson, Aron Einar Gunnarsson, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson.
Flautað verður til leiks á AT&T-vellinum í Texas klukkan 1 og verður leikurinn í beinni textalýsngu á mbl.is.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Rúnar Alex Rúnarsson
Vörn: Birkir Már Sævarsson, Hjörtur Hermannsson, Brynjar Ingi Bjarnason, Hörður Ingi Gunnarsson.
Miðja: Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Ísak Bermann Jóhannesson, Þórir Jóhann Helgason.
Sókn: Jón Daði Böðvarsson, Kolbeinn Sigþórsson