Eiður: Búið að vera mikið púsluspil

Frá æfingu liðsins í Texas.
Frá æfingu liðsins í Texas. Ljósmynd/KSÍ

„Við vitum ekki mikið um einstaklinga, en sem knattspyrnuþjóð eru þeir í 11. sæti á heimslistanum, svo eitthvað hafa þeir gert rétt undanfarið,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðið í fótbolta, í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ. 

Ísland mætir Mexíkó í vináttuleik í Texas í kvöld og er búist við að lið Mexíkó fái mikinn stuðning frá fjölmörgum áhorfendum. „Það er mikil stemning á bak við þeirra lið enda búist við 40 þúsund áhorfendum og ég býst ekki við mörgum Íslendingum, þannig þeir verða með mikinn stuðning líka.“

Undanfarið hafa þó nokkrir leikmenn dregið sig úr landsliðshópnum og er hópurinn mikið breyttur frá síðustu verkefnum. 

„Þetta hefur verið mikið púsluspil undanfarna daga og vikur. Við stillum upp liði með góðri blöndu af mikilli reynslu og svo hugsanlega leikmenn sem eru að spila sinn fyrsta A-landsleik og það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir taka því hlutverki,“ sagði Eiður.

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir neðan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka