Hvers vegna gefa þeir ekki kost á sér?

Birkir Bjarnason verður með landsliðinu í komandi leikjum en marga …
Birkir Bjarnason verður með landsliðinu í komandi leikjum en marga aðra vantar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það hefur verið afar áhugavert að fylgjast með brotthvarfinu úr landsliðshópi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu undanfarna daga.

Það heyrði nánast sögunni til að leikmenn gæfu ekki kost á sér í verkefni með íslenska liðinu en nú virðist öldin önnur. Vissulega hefur kórónuveirufaraldurinn átt sinn þátt í ákvörðun bæði leikmanna og félaganna enda ekki hlaupið að því að ferðast á milli landa í dag, án þess að þurfa að fórna einhverjum dögum og jafnvel vikum í sóttkví.

Fjölmargir leikmenn, sem hafa verið í lykilhlutverki með liðinu undanfarin ár, gáfu ekki kost á sér í verkefnið. Sumir af persónulegum ástæðum og aðrir vegna meiðslasögu sinnar. Það er kannski auðvelt að skilja þá leikmenn sem hafa verið meiddir undanfarin ár, að þeir taki ákvörðun um að gefa ekki kost á sér með félagslið sín til hliðsjónar. Hitt kemur meira á óvart.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka