Kórdrengir í fjórða sætið

Kórdrengir hafa farið vel af stað sem nýliðar.
Kórdrengir hafa farið vel af stað sem nýliðar. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Nýliðar Kórdrengja eru komnir upp í 4. sæti Lengjudeildar karla í knattspyrnu eftir 2:1-sigur á Þrótti úr Reykjavík í Breiðholtinu í dag.

Leikurinn átti að fara fram í gærkvöldi en var frestað vegna veðurs. Liðin mættust því á Leiknisvellinum í dag þar sem Kórdrengir spila heimaleiki sína. Gestirnir úr Laugardalnum tóku forystuna á 40. mínútu, Daði Bergsson skoraði, en Nathan Dale jafnaði metin fyrir heimamenn þremur mínútum síðar.

Connor Simpson skoraði svo sigurmark Kórdrengja á 77. mínútu og er liðið sem fyrr segir nú í fjórða sæti eftir fjórar umferðir, með sjö stig, rétt eins og Grótta sem hefur betri markatölu. Þróttarar eru í 11. og næstneðsta sæti, hafa aðeins unnið einn af fyrstu fjórum leikjum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka