ÍBV vann sinn annan leik í röð í Lengjudeild karla í fótbolta er liðið mætti botnliði Víkingi frá Ólafsvík á heimavelli í dag. Lokatölur urðu 2:0.
Eyjamenn byrjuðu af krafti og Sigurður Grétar Benónýsson kom liðinu yfir strax á 10. mínútu með eina marki fyrri hálfleiks. Spánverjinn Jose Sito bætti við öðru marki ÍBV á 57. mínútu og þar við sat.
ÍBV er nú í fimmta sæti deildarinnar með sex stig en Víkingur er enn án stiga í botnsætinu.