Birkir Már Sævarsson skoraði sitt fjórða mark fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu er hann kom Íslandi í 1:0-forystu gegn Mexíkó í Bandaríkjunum í nótt.
Birkir skoraði á 14. mínútu þegar hann fékk boltann á hægri kantinum, sótti að marki og skaut í varnarmann og í netið. Markið er það fyrsta sem Ísland skorar gegn Mexíkó í landsleik. Tvö mörk frá varamanninum Hirving Lozano áttu eftir að snúa taflinu við fyrir Mexíkó en mörkin úr leiknum má sjá með því að smella hér.