Þróttur skoraði sjö og fór áfram

Þróttarar skoruðu sjö.
Þróttarar skoruðu sjö. mbl.is/Arnþór Birkisson

Þróttur frá Reykjavík er kominn í átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í fótbolta eftir 7:1-sigur á efsta liði 2. deildar, Fjarðabyggð/Hetti/Leikni, í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði í kvöld. 

Linda Líf Boama kom Þrótti í 2:0 með tveimur mörkum á 21. mínútu og 24. mínútu. Freyja Katrín Þorvarðardóttir minnkaði muninn fyrir FHL á 32. mínútu og var staðan í hálfleik 2:1. 

Halldóra Birta Sigfúsdóttir í liði FHL fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 52. mínútu og við það opnuðust flóðgáttir. 

Shaelam Murison skoraði þrjú næstu mörk leiksins og kom Þrótti í 5:1 og þær Ísabella Anna Húbertsdóttir og Hildur Egilsdóttir gulltryggðu 7:1-sigurinn með mörkum í lokin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka