Breiðablik og Fylkir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni kvnena í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum í kvöld. Breiðablik vann nauman sigur gegn Tindastól á Kópavogsvelli á meðan Fylkir burstaði Keflavík á Würth-vellinum í Árbænum.
Heiðdís Lillýardóttir kom Blikum yfir strax á 16. mínútu gegn Tindastóli og Agla María Albertsdóttir tvöfaldaði forystu Blika á 68. mínútu.
Murielle Tiernan minnkaði muninn fyrir Tindastól á 79. mínútu en lengra komust Stólarnir ekki og Breiðablik fagnaði 2:1-sigri.
Þá skoraði Þórdís Elva Ágústsdóttir tvívegis fyrir Fylki þegar liðið vann 5:1-stórsigur gegn Keflavík.
Hulda Hrund Arnarsdóttir kom Fylki yfir undir lok fyrri hálfleiks en Natasha Anasi jafnaði metin fyrir Keflavík á 55. mínútu.
Shannon Simon kom Fylki yfir á nýjan leik á 60. mínútu og Þórdís Elva skoraði þriðja mark Fylkis þremur mínútum síðar.
Þórdís Elva og Bryndís Arna Níelsdóttir bættu svo við sitt hvoru markinu fyrir Fylki í uppbótartíma og þar við sat.
Átta liða úrslit bikarkeppninnar fara fram dagana 25.-26. júní en Þróttur í Reykjavík og ÍBV hafa einnig tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum ásamt Breiðabliki og Fylki.
Markaskorarar fengnir af fótbolta.net.