ÍBV sló Stjörnuna úr leik

Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu.
Delaney Baie Pridham kom ÍBV yfir með marki úr vítaspyrnu. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV er komið áfram í átta liða úrslit bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins, eftir sigur gegn Stjörnunni á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

Leiknum lauk með 2:1-sigri ÍBV sem komst í 2:0 í leiknum ápur en Stjörnunni tókst að minnka muninn á 79. mínútu.

Delaney Pridham kom ÍBV yfir á 18. mínútu með marki úr vítaspyrnu og Viktorija Zaicikova tvöfaldaði forystu ÍBV á 75. mínútu.

Alma Mathiesen minnkaði muninn fyrir Garðbæinga á 79. mínútu en lengra komust þeir ekki og ÍBV fagnaði sigri.

Átta liða úrslit bikarkeppninnar fara fram dagana 25.-26. júní en Þróttur Reykjavík tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar í gær.

Markaskorarar fengnir af fótbolta.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka