Þórður Þórðarson mun láta af störfum sem þjálfari U19 ára landsliðs kvenna í fótbolta í lok mánaðar.
KSÍ greinir frá því í dag að Þórður og sambandið hafi komist að samkomulagi um starfslok. Þórður hefur stýrt liðinu frá árinu 2015.
Þórður stýrir æfingum liðsins á Selfossi síðar í mánuðinum, áður en hann lætur af störfum.
„KSÍ óskar Þórði alls hins besta og velfarnaðar í næstu verkefnum," segir í yfirlýsingu KSÍ.