Gísli Eyjólfs vitnaði í Ísak Bergmann

Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

„Ég er virki­lega ánægður með þessa þrjá punkta,“ sagði Gísli Eyj­ólfs­son, leikmaður Breiðabliks, í sam­tali við mbl.is eft­ir 2:0-sig­ur liðsins gegn Fylki í úr­vals­deild karla í knatt­spyrnu, Pepsi Max-deild­inni, á Kópa­vogs­velli í dag.

„Við sett­um í ann­an gír í seinni hálfleik. Þeir voru mjög þétt­ir fyr­ir í fyrri hálfleik og gerðu virki­lega vel í að loka á okk­ur. Við gerðum vel í seinni hálfleik að nýta okk­ur þær gluf­ur sem sköpuðust og við það riðlaðist leik­ur þeirra.

Eft­ir að við skoruðum fyrsta markið þurftu þeir að færa sig fram­ar á völl­inn og út úr skot­gröf­un­um. Við það opnaðist leik­ur­inn og við náum að skora annað mark og í stöðunni 2:0 fannst mér við vera með þetta all­an tím­ann,“ sagði Gísli.

Blikar fagna marki Árna Vilhjálmssonar í dag.
Blikar fagna marki Árna Vil­hjálms­son­ar í dag. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son

Gísli lék sína fyrstu A-lands­leiki á dög­un­um gegn Mexí­kó í Texas og Póllandi í Pozn­an.

„Ég er bú­inn að vera nokkuð lengi í Breiðabliki og það var gott að koma aft­ur heim eft­ir landsliðsglugg­ann. Það er al­veg smá mun­ur að spila fyr­ir fram­an 400 manns og svo 40.000 manns. Þetta var samt geggjað í dag og það er alltaf gott að spila á Kópa­vogs­velli.

Maður þarf stund­um að láta Árna aðeins heyra það enda elsk­ar hann að gelta en ég er klár­lega reynsl­unni rík­ari eft­ir landsliðsglugg­ann. Þetta eru leik­menn sem maður hef­ur fylgst lengi með og maður nýtti tím­ann vel til að læra af þeim.“

Gísli reyndi fyr­ir sér í at­vinnu­mennsku með Mjäll­by í Svíþjóð árið 2019 og viður­kenn­ir að hann sé ekki bú­inn að gefa at­vinnu­mennsk­una upp á bát­inn.

„Maður fékk al­veg blóð á tenn­urn­ar, ver­andi í þessu landsliðsum­hverfi, og draum­ur­inn um at­vinnu­mennsku er al­veg til staðar enn þá.

Á sama tíma þá seg­ir maður bara eins og góðvin­ur minn Ísak Berg­mann Jó­hann­es­son; það er bara næsti leik­ur, og svo sjá­um við til,“ bætti Gísli létt­ur við í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert