Keflavík er komin áfram í sextán liða úrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins, eftir sigur gegn Breiðabliki í framlengdum leik á HS Orku-vellinum í Keflavík í kvöld.
Staðan að loknum venjulegum leiktíma var markalaust og því var gripið til framlengingar þar sem allt virtist stefna í vítaspyrnukeppni.
Helgi Jónsson kom Keflavík hins vegar yfir á 114. mínútu áður en Davíð Snær Jóhannsson innsiglaði sigur Keflavíkur með marki í uppbótartíma framlengingarinnar og lokatölur því 2:0 í Keflavík.
Keflavík verður því í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitin ásamt KA, FH, ÍA, HK, Vestra, ÍR, Fjölni, KFS, Þór frá Akureyri, Völsungi og Haukum en sextán liða úrslitin fara fram dagana 11. og 12. ágúst.