Tvö mörk í framlengdum leik í Keflavík

Keflvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða …
Keflvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitin. Ljósmynd/Víkurfréttir

Keflavík er komin áfram í sextán liða úrslit bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarsins, eftir sigur gegn Breiðabliki í framlengdum leik á HS Orku-vellinum í Keflavík í kvöld.

Staðan að loknum venjulegum leiktíma var markalaust og því var gripið til framlengingar þar sem allt virtist stefna í vítaspyrnukeppni.

Helgi Jónsson kom Keflavík hins vegar yfir á 114. mínútu áður en Davíð Snær Jóhannsson innsiglaði sigur Keflavíkur með marki í uppbótartíma framlengingarinnar og lokatölur því 2:0 í Keflavík.

Keflavík verður því í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitin ásamt KA, FH, ÍA, HK, Vestra, ÍR, Fjölni, KFS, Þór frá Akureyri, Völsungi og Haukum en sextán liða úrslitin fara fram dagana 11. og 12. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert