1. deildarlið FH burstaði úrvalsdeildarlið Fylkis 4:1 þegar liðin mættust í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu í kvöld.
Þróttur vann frábæran 4:1 sigur á Selfossi og Breiðablik sigraði Aftureldingu 5:0. FH, Þróttur, Breiðablik og Valur leika því í undanúrslitum keppninnar.
Selfoss er fjórum stigum fyrir Þrótt í Pepsí Max deildinni og stórsigur Þróttar kemur því frekar á óvart en Selfoss komst yfir 1:0 snemma leiks.
Úrslit:
Selfoss - Þróttur R. 1:4
Brenna Lovera - Lorena Baumann, Katherine Cousins, Shaelan Brown, Guðrún Gyða Haralds.
Fylkir - FH 1:4
Bryndís Arna Níelsdóttir - Selma Dögg Björgvinsdóttir, Brittney Lawrence, Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, Elín Björg Símonardóttir.
Breiðablik - Afturelding 5:0
Agla María Albertsdóttir 2, Vigdís Edda Friðriksdóttir, Birta Georgsdóttir, Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir.