Tæklingar, gæði og læti

Stefan Ljubicic í leik með HK.
Stefan Ljubicic í leik með HK. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við mættum til leiks og vorum helvíti góðir þangað til þeir skora jöfnunarmarkið,“ sagði Stefan Alexander Ljubicic, framherji HK, í samtali við mbl.is eftir 2:3-tap fyrir Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í kvöld.

Þrátt fyrir tapið var Stefan ánægður með margt í leik HK í kvöld. „Það var kraftur í okkur, tæklingar, gæði og læti. Við gerðum það sem lögðum upp með að gera, það virkaði þangað til í endann þegar við missum hausinn. Heilt yfir getum við verið ánægðir með frammistöðuna.“

HK komst yfir með marki úr víti í seinni hálfleik en Breiðablik jafnaði úr öðru slíku.

„Hjá okkur var Martin fyrstur í boltann og það var farið í bakið á honum. Mér fannst það vera víti. Ég sá ekki vítið sem þeir fengu, það var fast skot af stuttu færi, en sennilega voru báðir dómar réttir,“ sagði Stefan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka