Sævar bestur í 10. umferðinni

Sævar Atli Magnússon fagnar marki í sumar.
Sævar Atli Magnússon fagnar marki í sumar. mbl.is/Haukur Gunnarsson

Sævar Atli Magnússon, fyrirliði og framherji Leiknis úr Reykjavík, var besti leikmaður tíundu umferðar Pepsi Max-deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Sævar skoraði bæði mörk Leiknismanna þegar þeir urðu fyrstir til að leggja Víkinga að velli, 2:1, og hann fékk tvö M fyrir frammistöðu sína hjá Morgunblaðinu. Sævar, sem hefur samið við Breiðablik fyrir næsta tímabil, er næstmarkahæstur í deildinni en hann hefur gert átta af ellefu mörkum Leiknis á tímabilinu.

Sævar er í liði umferðarinnar hjá Morgunblaðinu í þriðja skipti á þessu tímabili, en þeir Rasmus Christiansen, miðvörður Vals, og Höskuldur Gunnlaugsson, miðjumaður og fyrirliði Breiðabliks, eru einnig valdir í liðið í þriðja sinn.

Lið umferðarinnar má sjá í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka