Knattspyrnumaðurinn Helgi Valur Daníelsson, leikmaður Fylkis í úrvalsdeildinni og elsti leikmaður deildarinnar, mun leggja skóna á hilluna að tímabili loknu. Þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is.
Helgi Valur, sem verður fertugur í næstu viku, lagði skóna á hilluna árið 2015 eftir átján ára langan feril en hóf að spila með uppeldisfélagi sínu Fylki á nýjan leik árið 2018.
Alls á hann að baki 112 leiki í efstu deild hér á landi þar sem hann hefur skorað tíu mörk og þá á hann að baki 33 A-landsleiki fyrir Ísland.
Í lok maí náði hann merkum áfanga þegar hann lék sinn 400. deildarleik á ferlinum og varð um leið 29. Íslendingurinn frá upphafi sem nær þeim leikjafjölda í deildarkeppni meistaraflokks. Leikirnir eru nú 403 talsins.
Hann hefur leikið með Fylki, Peterborough á Englandi, Öster og Eflsborg í Svíþjóð, Hansa Rostock í Þýskalandi, AIK í Svíþjóð, Belenenses í Portúgal og AGF í Danmörku á ferli sínum.