Bandarískur liðstyrkur í Þrótt

Dani Rhodes, númer 15, er komin í Þrótt.
Dani Rhodes, númer 15, er komin í Þrótt. Ljósmynd/Wisconsin Badgers

Bandaríska knattspyrnukonan Dani Rhodes hefur gert samkomulag við Þrótt og mun leika með liðinu út leiktíðina. Þróttur er í fjórða sæti Pepsi Max-deildarinnar með 15 stig, átta stigum á eftir toppliði Vals. 

Rhodes, sem er 23 ára, kemur til Þróttar frá Chicago Red Stars í bandarísku atvinnumannadeildinni. 

Sóknarkonan lék þrjá leiki með Chicago í haustdeild atvinnumannadeildarinnar á síðasta ári, en ekki var leikið hefðbundið tímabil í Bandaríkjunum á síðustu leiktíð.

Rhodes er unnusta T.J. Watt, varnarmanns Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni í ruðningi. Watt var valinn varnarmaður ársins í deildinni á síðasta ári og er einn allra besti varnarmaðurinn í NFL. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert