Tvær landsliðskonur til Tindastóls

Jacqueline Altschuld sækir að marki Þróttar í síðasta leik Tindastóls …
Jacqueline Altschuld sækir að marki Þróttar í síðasta leik Tindastóls í deildinni. Ljósmynd/Jón Helgi Pálmason

Tindastóll á Sauðárkróki hefur fengið liðsauka fyrir seinni hluta Íslandsmóts kvenna í fótbolta en landsliðskonur frá Rúmeníu og Moldóvu eru gengnar til liðs við félagið.

Laura Rus er 33 ára gömul margreynd rúmensk landsliðskona sem hefur spilað með mörgum sterkum félagsliðum, svo sem Anderlecht í Belgíu, Verona og Sassuolo á Ítalíu, Fortuna Hjörring í Danmörku, Huelva á Spáni og Apollon Limassol á Kýpur. Rus hefur unnið meistaratitla bæði í Danmörku og Belgíu með liðum sínum. Hún er framherji og hefur skorað mikið fyrir landslið Rúmeníu.

Nadejda Colesnicenco er 25 ára gömul og leikur sem miðjumaður en hún á fjölda landsleikja að baki með landsliði Moldóvu. Hún hefur leikið með félagsliðum í Moldóvu, Ungverjalandi og Rúmeníu.

Tindastóll leikur í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti og situr í neðsta sæti eftir tíu umferðir af átján með átta stig en er þó aðeins stigi á eftir Keflavík og Fylki og á því vel raunhæfa möguleika á að halda sæti sínu í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert