„Menn nærast á því að vinna“

Finnur Orri Margeirsson, hinn fjölhæfi leikmaður Breiðabliks.
Finnur Orri Margeirsson, hinn fjölhæfi leikmaður Breiðabliks. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Finn­ur Orri Mar­geirs­son, leikmaður Breiðabliks, seg­ir já­kvæða stemn­ingu inn­an leik­manna­hóp liðsins eft­ir gott gengi að und­an­förnu og frá­bæra end­ur­komu í fyrri leik þess gegn Rac­ing Uni­on frá Lúx­em­borg í 1. um­ferð Sam­bands­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu karla.

Eft­ir að hafa lent 0:2 und­ir í þeim leik sneru Blikar tafl­inu við og náðu að vinna fræk­inn 3:2-sig­ur ytra. Síðari leik­ur liðanna fer fram á Kópa­vogs­vell­in­um klukk­an 19 í kvöld.

„Við erum bara rosa flott­ir. Æfinga­vik­an er búin að vera góð og mik­ill kraft­ur í mönn­um. Þetta var góð end­ur­koma í síðasta leik og þá er já­kvæð stemn­ing í hópn­um í kjöl­farið og menn nær­ast á því að vinna. Það er ekk­ert öðru­vísi nú,“ sagði Finn­ur Orri í sam­tali við mbl.is.

Blikum hefur gengið vel að undanförnu.
Blik­um hef­ur gengið vel að und­an­förnu. Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son

Í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag sagði hann Blika geta gert enn bet­ur í leikn­um í kvöld. „Eins og al­mennt með þessa Evr­ópu­leiki eru menn að renna blint í sjó­inn í fyrsta leik, því þetta er ekki lið sem við erum bún­ir að spila við oft.

Það er kannski líka bara gott að fá hroll­inn úr sér og vera bún­ir að klára fyrri leik­inn og skila góðum úr­slit­um. En það eru klár­lega tæki­færi til þess að gera enn bet­ur í heima­leikn­um og ná í góð úr­slit. Það er mark­mið okk­ar.“

Finn­ur Orri sagði mögu­leika Breiðabliks á að tryggja sér sæti í ann­arri um­ferð því góða, en til þess að gera það þyrfti liðið að eiga topp­leik.

„Við þurf­um nátt­úr­lega að eiga góðan leik, eiga 100 pró­sent leik til þess að mark­mið okk­ar gangi upp. Þetta snýst svo­lítið um það að ná upp góðu tempói og góðri stemn­ingu í leikn­um. Ef við náum því þá tel ég að við séum á mjög góðum stað og get­um náð í hag­stæð úr­slit,“ sagði hann að lok­um í sam­tali við mbl.is.

Leik­ur Breiðabliks og Rac­ing Uni­on verður í beinni texta­lýs­ingu hér á mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert