Sannfærandi sigur Blika - mæta Austria Vín

Viktor Örn Margeirsson spyrnir boltanum á Kópavogsvelli í kvöld.
Viktor Örn Margeirsson spyrnir boltanum á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Breiðablik er komið í aðra um­ferð Sam­bands­deild­ar karla í fót­bolta eft­ir ör­ugg­an sig­ur á Rac­ing Uni­on frá Lúx­em­borg, 2:0, á Kópa­vogs­velli í kvöld.

Blikar unnu því ein­vígið 5:2 sam­an­lagt og mæta Austria Vín frá Aust­ur­ríki tvo næstu fimmtu­daga, fyrst í Vín­ar­borg 22. júlí.

Leik­ur­inn fór afar ró­lega af stað og í raun má segja það um nær all­an fyrri hálfleik­inn. Blikar voru með bolt­ann meira og minna, spiluðu sín á milli í kring­um miðlín­una á meðan leik­menn Rac­ing biðu þol­in­móðir eft­ir því á sín­um vall­ar­helm­ingi að kom­ast í skynd­isókn­ir.

Tvisvar skapaðist hætta í víta­teig Rac­ing án þess að Blikar næðu skoti á mark en á 24. mín­útu fékk Ja­son Daði Svanþórs­son lang­besta færi fyrri hálfleiks. Leik­menn Rac­ing misstu bolt­ann strax þegar þeir spiluðu úr út­sparki og Ja­son fékk hann al­einn gegn Romain Ruffier markverði, nán­ast á markteign­um, en Ruffier varði glæsi­lega frá hon­um.

Á 28. mín­útu minntu svo Lúx­ar­arn­ir ræki­lega á sig. Yann Mabella lék með bolt­ann frá vinstri kanti og skaut síðan óvæntu bylm­ings­skoti af 30 metra færi. Bolt­inn small í stöng Blika­marks­ins og þeytt­ist þaðan aft­ur langt út á völl!

Það sem eft­ir lifði hálfleiks­ins voru Blikar með bolt­ann á sama hátt og fram­an af leikn­um og bók­staf­lega ekk­ert gerðist þar til úkraínski dóm­ar­inn flautaði til leik­hlés.

Viktor Karl Einarsson hefur betur í baráttu við leikmann Racing …
Vikt­or Karl Ein­ars­son hef­ur bet­ur í bar­áttu við leik­mann Rac­ing Uni­on. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

En eft­ir ró­leg­ar upp­haf­smín­út­ur síðari hálfleiks skoruðu Blikar á 50. mín­útu. Davíð Ingvars­son sendi bolt­ann frá enda­mörk­um vinstra meg­in og í markteign­um fjær var Ja­son Daði Svanþórs­son mætt­ur, renndi sér á hann og skoraði, 1:0.

Rac­ing pressaði tals­vert eft­ir markið og Jér­ome Simon komst í gott færi á 56. mín­útu, sendi bolt­ann fram­hjá Ant­oni markverði en Damir Mum­in­ovic var mætt­ur og bjargaði í horn.

Árni kom inn á og gaf Rac­ing rot­högg­in

Árni Vil­hjálms­son kom inn á sem varamaður á 67. mín­útu og óhætt er að segja að hann hafi verið fljót­ur að setja mark sitt á leik­inn. Á 69. mín­útu slapp hann í gegn­um vörn Rac­ing og Dwayn Holter braut á hon­um rétt utan víta­teigs. Rautt spjald á Holter og Blikar orðnir manni fleiri.

Á 74. mín­útu var Árni aft­ur á ferð. Vel út­færð skynd­isókn Blika þar sem Vikt­or Karl Ein­ars­son renndi bolt­an­um í gegn­um vörn­ina á Árna sem slapp einn gegn markverðinum og skoraði, 2:0. Glæsi­leg inn­koma hjá fram­herj­an­um og Blikar komn­ir með öll völd í ein­víg­inu, með 5:2 for­ystu sam­an­lagt og manni fleiri.

Damir hefði getað bætt við marki á 80. mín­útu en þá skallaði hann beint á markvörðinn úr opnu færi eft­ir horn­spyrnu Hösk­uld­ar Gunn­laugs­son­ar frá hægri.

Tíu leik­menn Rac­ing reyndu að sækja á lokakafl­an­um en náðu ekki að skapa sér færi til að laga stöðuna og Blikar voru lík­legri til að bæta við í skynd­isókn­um. Í upp­bót­ar­tím­an­um átti Hösk­uld­ur gott skot sem markvörður­inn varði mjög vel.

Blikar fagna eftir að Jason Daði Svanþórsson kom þeim yfir …
Blikar fagna eft­ir að Ja­son Daði Svanþórs­son kom þeim yfir á 50. mín­útu leiks­ins. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Blikarn­ir voru gæðaflokki ofar

Heild­ar­brag­ur­inn á Breiðabliksliðinu var góður í kvöld og það var greini­lega ein­um gæðaflokki fyr­ir ofan mót­herj­ana. Við verðum þó að taka til­lit til þess að lið Rac­ing er ný­komið úr sum­ar­fríi, deild­inni í Lúx­em­borg lauk í maí og hefst ekki aft­ur fyrr en í ág­úst. En frammistaðan og úr­slit­in tala sínu máli. Breiðablik fór all sann­fær­andi í gegn­um þetta ein­vígi þrátt fyr­ir að lenda 2:0 und­ir snemma í fyrri leikn­um. 

Flest­ir leik­menn Breiðabliks komust vel frá leikn­um. Miðverðirn­ir Damir Mum­in­ovic og Vikt­or Örn Mar­geirs­son voru lík­lega mest með bolt­ann af öll­um leik­mönn­um liðanna, spiluðu hon­um af ör­yggi á milli sín á miðjum vell­in­um á löng­um köfl­um. Davíð Ingvars­son átti hættu­leg­ar risp­ur upp vinstri kant­inn og fyrra markið kom ein­mitt eft­ir eina slíka. Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son og Vikt­or Karl Ein­ars­son voru öfl­ug­ir á miðjunni með Hösk­uld Gunn­laugs­son og Gísla Eyj­ólfs­son sitt hvoru meg­in við sig, gríðarlega dug­leg­ir að pressa mót­herj­ana um leið og bolt­inn tapaðist.

Ljóst er að Blikar fá and­stæðinga í allt öðrum gæðaflokki í ann­arri um­ferð þegar þeir mæta Austria Vín. En þeir geta hugsað til þess að árið 2013 fóru þeir til Aust­ur­rík­is eft­ir 0:0 jafn­tefli gegn Sturm Graz á Kópa­vogs­velli og unnu þar fræk­inn útisig­ur, 1:0, sem flokk­ast sem ein­hver bestu úr­slit ís­lensks fé­lagsliðs á úti­velli. Það verður alla­vega afar áhuga­vert að sjá hvernig þetta vel spilandi Blikalið spjar­ar sig gegn slík­um and­stæðingi.

Breiðablik 2:0 Rac­ing Uni­on opna loka
skorar Jason Daði Svanþórsson (50. mín.)
skorar Árni Vilhjálmsson (74. mín.)
Mörk
fær gult spjald Höskuldur Gunnlaugsson (84. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Dwayn Holter (26. mín.)
fær gult spjald Jérôme Simon (45. mín.)
fær gult spjald Jonathan Hennetier (57. mín.)
fær rautt spjald Dwayn Holter (69. mín.)
fær gult spjald Pit Simon (90. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Breiðablik vinnur 2:0 og 5:2 samanlagt og er komið í 2. umferð. Mætir þar Austria Vín.
90 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Hörkuskot og mjög vel varið, út við stöng.
90 Pit Simon (Racing Union) fær gult spjald
Brýtur á Sölva rétt utan vítateigs.
90
3 mínútum bætt við
89
Þetta er í höfn hjá Blikum en Lúxarar reyna að pressa. Kominn vonleysissvipur á þá, enda engin furða.
85
Gott tækifæri fyrir Blika. Sölvi Snær er að sleppa innfyrir vörnina í skyndisókn en nær ekki að halda jafnvægi og varnarmaður nær að stöðva hann.
84 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) fær gult spjald
Návígi og Buch liggur eftir.
83 Kevin Nakache (Racing Union) kemur inn á
83 Jérôme Simon (Racing Union) fer af velli
81 Marion Pokar (Racing Union) á skot framhjá
Ágætt skot af 25 m færi og rétt framhjá markvinklinunm.
80 Damir Muminovic (Breiðablik) á skalla sem er varinn
Eftir horn Höskulds frá hægri en beint á markvörðinn.
80
Fimm skiptingar á þrettán mínútum hjá Blikum.
80 Sölvi Snær Guðbjargarson (Breiðablik) kemur inn á
80 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) fer af velli
79 Breiðablik fær hornspyrnu
78 Breiðablik fær hornspyrnu
75 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) kemur inn á
75 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
75 Davíð Örn Atlason (Breiðablik) kemur inn á
75 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) fer af velli
74 MARK! Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) skorar
2:0 - Flott skyndisókn Blika sem eru skyndilega þrír gegn þremur. Viktor Karl rennir boltanum á milli varnarmanna, Árni stingur sér í gegn og skorar af yfirvegun, rennir boltanum framhjá markverðinum og í hægra hornið.
72
Hafi staða Blika verið orðin vænleg þá hefur hún vænkast enn frekar við þetta rauða spjald.
71 Breiðablik fær hornspyrnu
Og annað horn, nú frá hægri.
70 Breiðablik fær hornspyrnu
Árni reyndi skot úr aukaspyrnunni sem var dæmd en í varnarvegginn og horn.
69 Dwayn Holter (Racing Union) fær rautt spjald
Glæsileg tilþrif Árna Vilhjálmssonar sem stakk sér með boltann í gegnum miðja vörn Racing. Þegar hann var að skjóta rétt utan vítateigs fór Holter aftan í hann. Ekkert annað en rautt spjald - var auk þess á gulu.
67 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) kemur inn á
67 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) fer af velli
67 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
67 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) fer af velli
65 Racing Union fær hornspyrnu
Viktor Örn stöðvaði hættulega sendingu inn í vítateiginn á síðustu stundu.
64
Damir bjargar Blikum með glæfralegri en vel heppnaðri rennitæklingu. Mabella var að sleppa einn innfyrir vörnina.
63
Það liggur meira á Blikum þessar mínúturnar, enda þurfa Lúxararnir að skora, og það meira en eitt mark.
62 Emmanuel Francoise (Racing Union) kemur inn á
Þá kemur nýi maðurinn inn á hjá Racing í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Reyndur franskur miðjumaður.
62 Yannis Tafer (Racing Union) fer af velli
60 Racing Union fær hornspyrnu
Davíð skallaði í horn eftir aukaspyrnuna
59
Hætta í vítateig Blika eftir fyrirgjöf frá vinstri en þeir koma boltanum frá. Racing fær síðan aukaspyrnu á vinstri kantinum.
57 Jonathan Hennetier (Racing Union) fær gult spjald
Braut harkalega á Davíð á vinstri kantinum, nákvæmlega þar sem miðlínan og hliðarlínan mætast. Davíð þarf aðhlynningu. Blikar hefja leik aftur manni færri. Hann kemur svo aftur inn á.
57 Jonathan Hennetier (Racing Union) á skot framhjá
Hátt yfir markið af 20 m færi.
56 Racing Union fær hornspyrnu
56 Jérôme Simon (Racing Union) á skot sem er varið
Var skyndilega kominn í gott færi hægra megin í vítateignum og sendi boltann framhjá Antoni í átt að horninu fjær. Ekki víst að hann hefði farið inn en Damir hreinsaði í horn.
52 Racing Union fær hornspyrnu
Barátta í teignum eftir hornið og svo aftur fyrirgjöf Racingmanna en Anton Ari grípur boltann öruggleega.
51
Þolinmæði Blika skilaði sér að lokum. Nú er staðan 4:2 samanlagt og Lúxararnir þurfa að fara að koma framar á völlinn. Leikurinn ætti að opnast.
50 MARK! Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) skorar
1:0 - Þar kom það. Davíð Ingvarsson komst að endamörkum vinstra megin og átti fasta sendingu með jörðinni og í markteignum fjær var Jason mættur, renndi sér á boltann og kom honum í netið!
47
Blikar með boltann fyrstu 90 sekúndurnar í hálfleiknum, við miðlínuna.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Ljósbláir Racingmenn hefja seinni hálfleikinn og spila í átt til sjávar, Blikar í átt að Sporthúsinu.
45 Hálfleikur
Flautað til hálfleiks eftir algjörlega tíðindalausar síðustu 17 mínúturnar. Staðan er 0:0, sem dugar Blikum að sjálfsögðu. Þeir hafa verið með boltann mest allan hálfleikinn og fengu eitt algjört dauðafæri þegar Jason var aleinn gegn markverðinum sem varði frá honum. En svo kom bylmingsskotið sem Mabella átti í stöng Blikamarksins. Sem sagt, áfram 3:2 samanlagt fyrir Breiðablik.
45
Mínúta í uppbótartíma
45 Jérôme Simon (Racing Union) fær gult spjald
Skellti Alexander Helga sem var á leið upp hægri hliðarlínuna.
42
Áfram það sama. Blikar spila milli sín við miðlínuna og bíða færis.
37
Leikurinn hefur róast á ný. Blikar aftur að spila og stýra leiknum og Lúxarar komnir aftar á völllinn. Þetta er nú meiri skákin!
30
Nú eru leikmenn Racing komnir út úr skelinni og farnir að pressa talsvert á Blika.
29
Blikar verða að gæta sín. Racing er með hættulega sóknarmenn sem mega ekki fá pláss. Fyrst og fremst þurfa þeir grænklæddu að nýta yfirburði sína á vellinum til að skora og ná betra forskoti. Annars vofir þetta alltaf yfir þeim, að eitt mark gjörbreyti stöðunni.
28 Yann Mabella (Racing Union) á skot í stöng
Vá! Þetta var svakalegt. Frakkinn lék aðeins áfram með boltann og lét svo vaða af 30 metra færi, beint í stöngina og út!!
27
Þetta var talsverð bylta sem Höskuldur fékk og hann þarf aðhlynningu. Stendur þó að lokum á fætur. Þarf ekki að fara út af þar sem um gult spjald var að ræða.
26 Dwayn Holter (Racing Union) fær gult spjald
Braut á Höskuldi sem var á fleygiferð upp völlinn og kominn á miðjan vallarhelming Racing.
24 Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Dauða-dauðafæri! Blikar hirða boltann af Lúxurum við vítateiginn, Jason fær hann aleinn gegn markverðinum sem ver glæsilega frá honum á markteignum. Þarna átti hann að skora!
24 Damir Muminovic (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Skalli frá vítapunkti eftir horn Höskulds frá hægri en laust og framhjá stönginni vinstra megin.
23 Breiðablik fær hornspyrnu
Föst aukaspyrna Davíðs frá vinstri og varnarmaður nær naumlega að reka hausinn í boltann á undan Damir.
23
Blikar herja stöðugt á hægri bakvörður Racing með löngum sendingum upp í hornið og nú brýtur hann á Davíð. Aukaspyrna á móts við vítateigshornið.
22 Breiðablik fær hornspyrnu
Kristinn Steindórsson stöðvaður á síðustu stundu, varnarmaður kemst fyrir skot hans við vítapunktinn. Eftir hornið koma Lúxarar boltanum burtu en Blikar halda honum.
19
Blikar sleppa fyrir horn. Laus sending Viktors til baka á Anton markvörð og engu munar að Dembélé nái boltanum. En hann brýtur á Antoni.
16
Höskuldur tekur hornið og sveigir boltann inn að markinu, í stöngina fjær. En dómarinn er búinn að flauta. Brot á Blika í markteignum.
16 Breiðablik fær hornspyrnu
Eftir fína sókn upp vinstri kantinn. Davíð stöðvaður við endalínu.
14
Leikmenn Racing vildu fá hendi, og þar með vítaspyrnu, eftir að hafa reynt fyrirgjöf frá vinstri. Hæpið.
12 Yannis Tafer (Racing Union) á skot framhjá
Hægra megin í vítateig Blika en skotið er misheppnað og fer framhjá markinu vinstra megin, nokkuð langt framhjá.
12
Dembélé framherji Racing fær rækilegt tiltal frá dómaranum fyrir að hafa heimtað spjald á Alexander Helga.
9
Alexander Helgi fær tiltal frá dómaranum. Braut áðan á mótherja eftir að Blikar misstu boltann en leikurinn hélt síðan lengi áfram.
8
Blikar pressa Lúxarana stíft um leið og þeir tapa boltanum og eru fljótir að vinna hann aftur á vallarhelmingi þeirra. Vel gert hjá þeim grænklæddu til þessa þó færin láti á sér tanda.
7
Besta spiltilraun Blika til þessa rennur út í sandinn í vítateig Racing þegar Viktor Karl er brotlegur. Þarna var falleg sókn alveg við það að skapa gott færi.
6
Nú er UEFA einmitt búið að fella regluna um mörk á útivelli úr gildi. Það hefði komið Blikum betur að hafa hana enn í gildi eftir að hafa skorað þrjú mörk í fyrri leiknum á útivelli! Þess í stað verður framlengt í kvöld ef Racing vinnur eins marks sigur, sama hver markatalan verður. Eftir gömlu reglunni hefði Racing þurft að vinna með tveimur mörkum, eða þá 4:3.
5
Þolinmæði er greinilega mottó dagsins. Blikar spila boltanum þolinmóðir á milli sín og Lúxarar bíða rólegir færis á sínum vallarhelmingi.
2
Blikarnir hafa verið að mestu með boltann frá því leikurinn hófst.
1 Leikur hafinn
Blikar byrja og leika í átt til sjávar.
0
Regnbogi yfir Smáranum í bakgrunni vallarins. Smekklegt!
0
Bleikklætt dómaratríóið frá Úkraínu gengur inn á völlinn með liðin á eftir sér. Blikar í sínum grænu treyjum en með hvítum ermum. Evrópulínan í ár. Lið Racing er í ljósbláum búningum frá toppi til táar.
0
Góðar fréttir frá Sligo á Írlandi þar sem FH vann Sligo Rovers 2:1 og er komið í aðra umferð keppninnar, 3:1 samanlagt. FH mun því leika við Rosenborg tvo næstu fimmtudaga. Komist Blikar áfram í kvöld mæta þeir Austria Vín tvo næstu fimmtudaga. Stjarnan var að hefja leik gegn Bohemians í Dublin en þar fór fyrri leikurinn 1:1.
0
Tíu mínútur í leik hér í Kópavogi. Liðin farin inn í búningsklefa og völlurinn rennbleyttur upp á nýtt á meðan.
0
Thomas Mikkelsen varð þriðji leikmaður Breiðabliks til að skora meira en eitt mark fyrir félagið í Evrópukeppni þegar hann jafnaði metin í 2:2 gegn Racing í fyrri leiknum í Lúxemborg. Ellert Hreinsson er markakóngur Blika á þessum vettvangi með 4 mörk og þá skoraði Brasilíumaðurinn Daniel Bamberg tvö mörk fyrir þá í Evrópukeppninni árið 2013.
0
Eins og fram kom fyrr í lýsingunni eru 12 Frakkar og 10 Lúxemborgarar í 26 manna hópi Racing. Af þeim eru fimm Frakkar og þrír Lúxemborgarar í byrjunarliðinu, ásamt tveimur Þjóðverjum og senegalska framherjanum Mane Dembélé. Saibene þjálfari er frá Lúxemborg.
0
Jeff Saibene þjálfari Racing gerir heldur engar breytingar á sínu byrjunarliði. Sömu ellefu hjá honum og hófu leikinn í Lúxemborg. Nýi maðurinn Emmanuel Francoise má sætta sig við að sitja á varamannabekknum.
0
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks teflir fram sama byrjunarliði í kvöld og í sigurleiknum gegn Racing í Lúxemborg fyrir viku, 3:2.
0
Breiðablik leikur sinn 17. Evrópuleik í kvöld. Fimm sigrar, fjögur jafntefli og sjö töp eru niðurstaðan til þessa og markatalan er 18:21. Í tvö skipti af átta hafa Blikar slegið út mótherja sína, Santa Coloma frá Andorra 4:0 samanlagt og Sturm Graz frá Austurríki 1:0 samanlagt en það var hvorttveggja árið 2013. Komist Blikar áfram í kvöld fara þeir aftur til Austurríkis, nú til að spila gegn Austria Vín.
0
Einn reyndur leikmaður hefur bæst í hóp Racing frá fyrri leiknum við Breiðablik. Emmanuel Francoise, 34 ára franskur miðju- eða sóknarmaður sem kom til félagsins í sumar er í hópnum í fyrsta sinn. Hann hefur leikið með öðrum liðum í Lúxemborg undanfarin sjö ár en áður í ítölsku C-deildinni og belgísku B-deildinni. Reyndar spilaði hann kornungur með Metz í efstu deild Frakklands.
0
Þó Racing sé frá Lúxemborg eru flestir leikmanna í 26 manna hópi félagsins frá Frakklandi, eða 12 talsins. Tíu eru frá Lúxemborg, tveir frá Þýskalandi, einn frá Senegal og einn frá Portúgal.
0
Racing Union hafnaði í fjórða sæti í Lúxemborg á síðasta tímabili sem lauk í lok maí, fjórtán stigum á eftir meistaraliðinu Fola Esch. Félagið var stofnað árið 2005 þegar Spora Lúxemborg og Union Lúxemborg voru sameinuð. Besti árangur frá þeim tíma er annað sæti árið 2008 og bikarmeistaratitill árið 2018. Liðið hefur aldrei unnið Evrópuleik en gert eitt jafntefli, 0:0 við Constanta frá Rúmeníu sumarið 2018. Leikurinn í kvöld er sjötti Evrópuleikurinn í sögu Racing.
0
Íslensk lið hafa aldrei verið slegin út af mótherjum frá Lúxemborg í Evrópukeppni. Valur vann Jeunesse D'Esch árið 1967, reyndar með tveimur jafnteflisleikjum og 4:4 samanlagt, KR vann Grevenmacher 4:3 samanlagt árið 1995, Keflavík vann Etzella 6:0 samanlagt árið 2005 og FH vann Grevenmacher 8:3 samanlagt árið 2008.
0
Breiðablik vann fyrri leik­inn í Lúxemborg, 3:2, eftir að hafa lent 2:0 undir í fyrri hálfleik. Gísli Eyjólfsson og Thomas Mikkelsen jöfnuðu metin í 2:2 og Damir Muminovic skoraði fallegt sigurmark Blika á 88. mínútu leiksins.
0
Góða kvöldið og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Racing Union frá Lúxemborg í 1. umferð Sambandsdeildar Evrópu í knattspyrnu karla.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (3-4-3) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Davíð Ingvarsson. Miðja: Höskuldur Gunnlaugsson, Viktor Karl Einarsson, Alexander Helgi Sigurðarson (Oliver Sigurjónsson 75), Gísli Eyjólfsson (Davíð Örn Atlason 75). Sókn: Jason Daði Svanþórsson (Andri Rafn Yeoman 67), Thomas Mikkelsen (Árni Vilhjálmsson 67), Kristinn Steindórsson (Sölvi Snær Guðbjargarson 80).
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Oliver Sigurjónsson, Árni Vilhjálmsson, Benoný Breki Andrésson, Finnur Orri Margeirsson, Sölvi Snær Guðbjargarson, Davíð Örn Atlason, Andri Rafn Yeoman, Tómas Orri Róbertsson, Tómas Bjarki Jónsson, Ágúst Orri Þorsteinsson.

Racing Union: (4-5-1) Mark: Romain Ruffier. Vörn: Jonathan Hennetier, Pit Simon, Delvin Skenderovic, Gordon Buch. Miðja: Yannis Tafer (Emmanuel Francoise 62), Jérôme Simon (Kevin Nakache 83), Dwayn Holter, Marion Pokar, Yann Mabella. Sókn: Mana Dembélé.
Varamenn: Marc Pleimling (M), Pereira Sequeira (M), Judicaël Crillon, Farid Ikene, Emmanuel Francoise, Amdy Konte, Yan Bouché, Gérard Mersch, Kevin Nakache, Dinan Amiri.

Skot: Breiðablik 6 (5) - Racing Union 5 (2)
Horn: Breiðablik 7 - Racing Union 4.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 710

Leikur hefst
15. júlí 2021 19:00

Aðstæður:
12 stiga hiti, skýjað, stöku regndropar, gola. Rennislétt og blautt gervigras

Dómari: Vitaliy Romanov, Úkraínu
Aðstoðardómarar: Semen Shlonchak og Andrii Skrypka, Úkraínu

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert