Þörf á okkar bestu leikjum

Óskar Hrafn Þorvaldsson er kominn með Blikana í aðra umferð …
Óskar Hrafn Þorvaldsson er kominn með Blikana í aðra umferð Sambandsdeildarinnar þar sem Austria Vín er andstæðingurinn. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Á fimmtu­dags­kvöld tryggði karlalið Breiðabliks í knatt­spyrnu sér sæti í ann­arri um­ferð Sam­bands­deild­ar Evr­ópu með því að sigra Rac­ing Uni­on frá Lúx­em­borg 2:0, og sam­an­lagt 5:2 eft­ir frá­bær­an 3:2 end­ur­komu­sig­ur í fyrri leikn­um ytra, í fyrstu um­ferð keppn­inn­ar.

„Þetta voru tveir mjög ólík­ir leik­ir. Í úti­leikn­um voru Rac­ing-menn mjög djarf­ir og pressuðu framar­lega sem gerði það að verk­um að við gát­um opnað þá nokkuð oft. Ef und­an er skil­inn kafl­inn á milli mark­anna tveggja sem þeir skoruðu fannst mér við vera sterk­ari aðil­inn í þeim leik og við skoruðum tvö mörk í seinni hálfleik sem und­ir­strikuðu það svo­lítið,“ sagði Óskar Hrafn Þor­valds­son, þjálf­ari Breiðabliks, við Morg­un­blaðið.

„Í gær­kvöld [fyrra­kvöld] nálguðust þeir leik­inn á allt ann­an hátt. Þeir lögðust aft­ur og ætluðu að bíða eft­ir því að við gerðum mis­tök og sækja hratt á okk­ur. Við náðum að sjá til þess að þeir næðu ekki að gera sér mat úr því sem fór for­görðum hjá okk­ur, eins og feil­send­ing­um sem þú eðli­lega átt í heil­um fót­bolta­leik. Við stjórnuðum þeim leik, að mér fannst, í tæp­ar 90 mín­út­ur,“ sagði hann um síðari leik­inn, og kvaðst sér­stak­lega ánægður með að vinna báða leik­ina.

Viðtalið við Óskar í heild sinni er í Morg­un­blaðinu í dag og þar er jafn­framt fjallað um næstu verk­efni ís­lensku liðanna í Evr­ópu­keppn­inni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert