Blikar náðu verðskulduðu jafntefli í Vínarborg

Alexander Helgi Sigurðarson skoraði mark Blika í Vínarborg.
Alexander Helgi Sigurðarson skoraði mark Blika í Vínarborg. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Austria Wien og Breiðablik skildu jöfn, 1:1, þegar liðin léku fyrri leik sinn í ann­arri um­ferð Sam­bands­deild­ar karla í fót­bolta á Vi­ola-leik­vang­in­um í Vín­ar­borg.

Breiðablik var betri aðil­inn á löng­um köfl­um í leikn­um og Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son skoraði jöfn­un­ar­mark liðsins í byrj­un síðari hálfleiks. Seinni leik­ur­inn fer fram á Kópa­vogs­velli næsta fimmtu­dags­kvöld og ljóst að Blikar eiga ágæt­is mögu­leika á að kom­ast í þriðju um­ferð keppn­inn­ar.

Blikar byrjuðu leik­inn af mikl­um krafti, fengu þrjár horn­spyrn­ur á fyrstu sex mín­út­un­um og eft­ir eina þeirra komst Damir Mum­in­ovic í gott færi í miðjum víta­teig Austria og náði föstu skoti en Pat­rick Pentz markvörður varði mjög vel frá hon­um.

Blikar töldu sig eiga að fá víta­spyrnu á 14. mín­útu og höfðu tals­vert til síns máls. Gísli Eyj­ólfs­son stakk sér inn í víta­teig­inn hægra meg­in og féll þegar hann reyndi að fara fram­hjá varn­ar­manni. Greini­leg snert­ing en Kári á Höfðanum, fær­eysk­ur dóm­ari leiks­ins, var ekki á því að rétt væri að benda á víta­punkt­inn. Í sjón­varps­út­send­ingu mátti vel sjá að varn­ar­maður­inn setti hnéð fyr­ir Gísla.

Austria komst smám sam­an inn í leik­inn og náði góðum kafla þegar um hálf­tími var liðinn. Þá varði Ant­on Ari Ein­ars­son í tvígang mjög vel frá Christian Schois­seng­eyr, fyrst fast skot frá víta­teig og síðan skalla eft­ir horn­spyrnu.

Á 32. mín­útu náði Austria for­yst­unni. Eft­ir góða sókn upp vinstri kant­inn sendi Dom­inik Fitz bolt­ann inn að markteig þar sem Marco Djuric­in kom á ferðinni og fleytti hon­um áfram upp í hægra hornið, 1:0.

Þrem­ur mín­út­um síðar fékk Djuric­in send­ingu í gegn­um miðja vörn Blika og náði skoti frá víta­teig, aðþrengd­ur af varn­ar­mönn­um, en Ant­on Ari varði í horn.

Blikar komust vel inn í leik­inn á ný en þeir voru meira með bolt­ann í fyrri hálfleik, 60 pró­sent af leikn­um, og náðu oft góðum spilköfl­um. Oli­ver Sig­ur­jóns­son átti gott lang­skot rétt yfir mark Austria og á 41. mín­útu náðu Blikar góðri sókn. Vikt­or Karl Ein­ars­son fékk bolt­ann frá Kristni Stein­dórs­syni, lék að víta­teig og átti fast skot sem Pentz varði vel í horn.

Und­ir lok hálfleiks­ins voru Blikar enn ágeng­ir þegar Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son átti skot fram­hjá frá víta­teig eft­ir horn­spyrnu og mikla pressu í teig Aust­ur­rík­is­mann­anna.

Frá­bær byrj­un á síðari hálfleik

Ekki gátu Blikar beðið um betri byrj­un á seinni hálfleik. Strax á ann­arri mín­útu hirti Al­ex­and­er Helgi Sig­urðar­son bolt­ann af mót­herja á miðjum vall­ar­helm­ingi Austria, sendi á Árna Vil­hjálms­son, fékk bolt­ann aft­ur frá hon­um inn í víta­teig­inn hægra meg­in og skoraði með skoti í hornið fjær, 1:1.

Blikar héldu fín­um tök­um á leikn­um í seinni hálfleik og voru lengst af sterk­ari aðil­inn. Austria átti ekki eina ein­ustu marktilraun fyrstu 32 mín­út­ur hálfleiks­ins.

Árni Vil­hjálms­son átti hins veg­ar skot fram­hjá mark­inu eft­ir góða sókn Blika á 61. mín­útu og Krist­inn Stein­dórs­son var stöðvaður á síðustu stundu á 68. mín­útu eft­ir góða rispu í víta­teig Austria.

En Aust­ur­rík­is­menn­irn­ir hefðu þó getað fengið víta­spyrnu á 73. mín­útu þegar Damir togaði í sókn­ar­mann í víta­teign­um. Kári dóm­ari var ekki á því að benda á punkt­inn frek­ar en í fyrri hálfleikn­um.

Síðustu 20 mín­út­urn­ar var hörð stöðubar­átta á vell­in­um en hvor­ugt liðanna náði að skapa sér telj­andi mark­tæki­færi fyrr en í upp­bót­ar­tím­an­um þegar Gísli Eyj­ólfs­son átti hörku­skot frá víta­teig eft­ir góða sókn Kópa­vogsliðsins, rétt fram­hjá stöng­inni vinstra meg­in.

Mar­vin Mart­ins hefði síðan getað skorað í blá­lok­in þegar hann skaut frá víta­teig en rétt fram­hjá Blika­mark­inu vinstra meg­in.

Blikar geta verið ánægðir með sína frammistöðu. Þeir áttu í fullu tré við and­stæðinga sína frá fyrstu mín­útu, spiluðu sig óhrædd­ir út úr erfiðum stöðum, pressuðu þá grimmt á þeirra vall­ar­helm­ingi og skoruðu markið ein­mitt með því að kom­ast inn í send­ingu framar­lega á vell­in­um. Nú bíður Óskars Hrafns Þor­valds­son­ar og hans manna það skemmti­lega verk­efni að reyna að fylgja þessu eft­ir á Kópa­vogs­vell­in­um eft­ir viku og freista þess að kom­ast í 3. um­ferð keppn­inn­ar.

Austria Wien 1:1 Breiðablik opna loka
skorar Marco Djuricin (32. mín.)
Mörk
skorar Alexander Helgi Sigurðarson (47. mín.)
fær gult spjald Johannes Handl (40. mín.)
fær gult spjald Eric Martel (72. mín.)
fær gult spjald Vesel Demaku (76. mín.)
Spjöld
mín.
90 Leik lokið
Jafntefli, 1:1, og virkilega góð frammistaða Blikanna. Verðskulduð úrslit, þeir voru síst lakari aðilinn í þessum leik og betri á löngum köflum.
90 Marvin Martins (Austria Wien) á skot framhjá
Frá vítateig eftir hættulega sókn. Viðstöðulaust og renndi boltanum framhjá stönginni vinstra megin.
90
Nú eru Austurríkismennirnir æfir yfir því að hröð sókn þeirra skyldi vera stöðvuð og dæmd aukaspyrna. Vildu fá hagnað þar sem þeirra maður var að sleppa upp vinstri kantinn.
90 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Hörkuskot frá vítateig eftir góðan spilkafla Blikanna við vítateiginn. Rétt framhjá vinstra megin.
90
Austria reynir að setja pressu á Blikana á lokakaflanum en gengur illa. Fjórum mínútum var bætt við og nú eru þrjár eftir.
90
Höskuldur Gunnlaugsson blokkar skot í vítateig Blika og þarf aðhlynningu á eftir. Austurríkismenn óhressir með að leikurinn sé stöðvaður. Hann fékk fast skot í kviðinn og lá skiljanlega eftir.
89 Can Keles (Austria Wien) kemur inn á
89 Vesel Demaku (Austria Wien) fer af velli
88
Þetta er að fjara út. Jöfn barátta áfram og liðin skapa sér ekki mikið.
83 Vesel Demaku (Austria Wien) á skot framhjá
Skot frá vítateig en talsvert framhjá markinu. Talsverð hætta samt í þessari sókn.
81 Austria Wien fær hornspyrnu
Ekkert kemur út úr henni og Blikar fá markspyrnu.
80
Blikar eru einfaldlega sterkari aðilinn í þessum leik. Það er afar áhugavert að sjá íslenskt lið í þessari stöðu á útivelli.
78 Breiðablik fær hornspyrnu
77 Alexander Grünwald (Austria Wien) á skalla sem fer framhjá
Nær ekki að stýra boltanum á markið eftir fyrirgjöf frá vinstri og hann fer nokkuð framhjá stönginni hægra megin.
76 Vesel Demaku (Austria Wien) fær gult spjald
Braut á Viktori Karli út við hliðarlínu.
73
Leikmenn Austria heimta vítaspyrnu, telja að um bakhrindingu í vítateig Blika hafi verið að ræða. Í endursýningu sést að Damir kippti í sóknarmanninn. Hann slapp vel með það.
72 Eric Martel (Austria Wien) fær gult spjald
Fyrir brot snemma í sókn Blikanna, dómarinn gaf hagnað
72 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Frá vítateig en hátt yfir markið. Var pressaður fyrir skotið og erfitt að ná því
71 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
71 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
69
Alexander Helgi hefur tognað eða eitthvað. Virðist vera að biðja um skiptingu. Nú er hann sestur á völlinn.
68
Frábær sprettur Kristins Steindórssonar sem fer framhjá tveimur vinstra megin í vítateignum, kemur sér í skot með hægri en varnarmenn ná að blokka.
63
Þreföld skipting Austurríkismanna. Schmid þjálfari reynir að brjóta leikinn upp. Austria hefur ekki átt marktilraun í seinni hálfleiknum.
62 Aleksandar Jukic (Austria Wien) kemur inn á
62 Georg Teigl (Austria Wien) fer af velli
62 Benedikt Pichler (Austria Wien) kemur inn á
62 Marco Djuricin (Austria Wien) fer af velli
62 Alexander Grünwald (Austria Wien) kemur inn á
62 Dominik Fitz (Austria Wien) fer af velli
61 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skot rétt innan vítateigs eftir fyrirgjöf Davíðs Arnar Atlasonar frá vinstri, en framhjá stönginni hægra megin.
60
Þessi leikur er í algjöru jafnvægi. Blikar eiga sem fyrr í fullu tré við leikmenn Austria og eru áfram meira með boltann.
57 Davíð Örn Atlason (Breiðablik) kemur inn á
57 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) fer af velli
55
Hættuleg skyndisókn Austria en eftir sendingu frá hægri er Anton Ari vandanum vaxinn og hirðir boltann við stöngina fjær.
51
Frábær varnarleikur Höskuldar sem eltir sinn mann uppi í skyndisókn og stöðvar hana með góðri og löglegri skriðtæklingu.
50
Það má heyra Óskar Hrafn þjálfara öskra á sína menn: Á þá, á þá, á þá! Enda hika Blikar ekki við að pressa mótherjana við hvert tækifæri.
48
Og aftur munar engu, Blikar hirða boltann, bruna þrír gegn þremur að vítateignum en Austriamenn bjarga á síðustu stundu.
47
Glæsileg byrjun Blika á seinni hálfleiknum. Þeir voru áræðnir, pressuðu Austurríkismennina á þeirra vallarhelmingi, hirtu af þeim boltann og skoruðu!
47 MARK! Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) skorar
1:1 - Frábær afgreiðsla! Blikar hirða boltann á miðjum vallarhelmingi Austria. Alexander er þar að verki, tekur svo þríhyrning við Árna Vilhjálmsson, fær boltann frá honum inn í vítateiginn hægra megin og sendir boltann í hornið fjær!
46 Seinni hálfleikur hafinn
45 Hálfleikur
Staðan er 1:0 fyrir Austria Vín í hörkuleik þar sem Blikar myndu alveg hafa verðskuldað að vera búnir að skora. Þeir gátu fengið vítaspyrnu snemma leiks og hafa átt tvö mjög góð færi þar fyrir utan.
45
Ein mínúta í uppbótartíma
44
Breiðablik hefur verið 60 prósent með boltann til þessa í leiknum!
42 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) á skot framhjá
Eftir mikla pressu Blika upp úr hornspyrnunni. Skot frá vítateig en framhjá stönginni vinstra megin.
41 Breiðablik fær hornspyrnu
41 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Fær boltann frá Kristni, leikur í átt að vítateig, hörkuskot sem markvörðurinn ver naumlega í horn!
40 Johannes Handl (Austria Wien) fær gult spjald
Skellti Gísla sem var á ferð upp völlinn í hraðri sókn.
39
Góð sókn Blika en hún rennur út í sandinn með rangstöðu. Þetta stefndi í gott færi.
37 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skot af 30 m færi og rétt yfir þverslána vinstra megin. Fín tilraun.
36 Eric Martel (Austria Wien) á skalla sem fer framhjá
Eftir hornið en talsvert yfir og framhjá markinu.
36 Austria Wien fær hornspyrnu
Og annað
35 Austria Wien fær hornspyrnu
35 Marco Djuricin (Austria Wien) á skot sem er varið
Fær stungu í gegnum vörn Blika, sleppur inn í vítateiginn en er aðþrengdur í skotinu og Anton ver með því að slá í horn.
34
Austria komið með undirtökin eftir harða mótspyrnu Blika og góðan leik þeirra fyrsta hálftímann. Hvaða áhrif hefur þetta á leikinn og liðin?
32 MARK! Marco Djuricin (Austria Wien) skorar
1:0 - Góð sókn Austria upp vinstri kantinn, Fitz fær boltann til baka og kemur með sendingu inn að markteignum þar sem Djuricin stýrir boltanum í netið.
30 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Kom af vinstri kantinum og reyndi skot með hægri af 20 metra færi en framhjá stönginni nær.
29 Christian Schoissengeyr (Austria Wien) á skalla sem er varinn
Skallar niður í vinstra hornið eftir hornið en Anton kastar sér og ver vel.
29 Austria Wien fær hornspyrnu
29 Christian Schoissengeyr (Austria Wien) á skot sem er varið
Glæsilega varið hjá Antoni, alveg niðri í horninu eftir fast skot frá vítateig.
27
Hætta í vítateig Blika, Fitz var kominn að endamörkum vinstra megin og sendi inní markteiginn en Blikar náðu að koma boltanum í burtu.
25 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot framhjá
Góð sókn Blika, Davíð sendir inn í teiginn á Kristin sem reynir skot en framhjá markinu hægra megin.
22
Blikar hika ekki við að spila sig út úr pressu og úr erfiðum stöðum og gera það bara vel. Liðin hafa verið 50/50 með boltann til þessa í leiknum.
20 Eric Martel (Austria Wien) á skalla sem fer framhjá
Eftir hornspyrnuna, yfir mark Blika.
20 Austria Wien fær hornspyrnu
18 Markus Suttner (Austria Wien) á skot framhjá
Skot vinstra megin úr vítateignum og talsvert framhjá markinu hægra megin.
16 Austria Wien fær hornspyrnu
14
Þetta er umdeilanlegt! Gísli Eyjólfsson leikur inn í vítateiginn og varnarmaður stígur fyrir hann. Gísli fellur - þetta er ekki neinn leikaraskapur, hrein snerting, en Kári dómari veifar leikinn áfram! Þetta gat hæglega verið vítaspyrna, Blikum til handa.
11 Manfred Fischer (Austria Wien) á skot framhjá
Blikar missa boltann á eigin vallarhelmingi, Fischer leikur að vítateig og á skot rétt yfir markið. Þetta var hættulegt!
10
Davíð er aftur brotlegur, nú er það Georg Teigl sem fær að kenna á grimmum vinstri bakverði Blika á miðjum vallarhelmingi Austria. Kári dómari er þó ekkert að vesenast með gula spjaldið enn sem komið er!
9
Blikar aftur nærri því í efnilegri sókn en eru stöðvaðir á vítateigslínunni. Varnarmaður kemst fyrir skot hjá Gísla Eyjólfssyni og boltinn hrekkur til markvarðarins.
7
Virkilega góð byrjun hjá Blikum og Damir hefði hæglega getað komið þeim yfir. Þeir hika ekki við að setja pressu á Austurríkismennina framarlega á vellinum.
6 Breiðablik fær hornspyrnu
6 Damir Muminovic (Breiðablik) á skot sem er varið
Gott færi í miðjum vítateignum, fast skot og Pentz ver mjög vel í horn!
6 Breiðablik fær hornspyrnu
Hættuleg horn Höskuldar frá vinstri og Pentz markvörður verður að slá boltann yfir þverslána.
5 Breiðablik fær hornspyrnu
Eftir góða sókn upp vinstri vænginn.
2
Davíð Ingvarsson brýtur hressilega á Christian Schoissengeyr úti við hliðarlínu á vallarhelmingi Austria og fær tiltal.
1 Leikur hafinn
Austria byrjar með boltann.
0
Kári á Höfðanum frá Færeyjum dæmir leikinn og ræðir nú við Höskuld Gunnlaugsson og Markus Suttner, fyrirliða liðanna.
0
Lið Austria og Breiðablik eru komin út á völlinn og áhorfendur láta vel til sín heyra. Austria leikur í sínum fjólubláu búningum en Blikar eru í sínum grænu Evróputreyjum með hvítu ermunum.
0
Það er talsvert af áhorfendum á vellinum í Vínarborg og stefnir í góða stemningu hjá heimamönnum sem eru spenntir fyrir fyrsta heimaleik á nýju tímabili, eftir að hafa mest lítið fengið að sjá til sinna manna undanfarna sextán mánuði. Fullur völlurinn rúmar 17.500 áhorfendur.
0
Í Vínarborg er svipað hitastig og á Austurlandi um þessar mundir, eða um 26 stiga hiti. Það er farið að halla að kvöldi, klukkan að verða 18 að staðartíma, og því lækkar hitastigið eflaust eitthvað
0
Blikar eiga góðar minningar frá Austurríki en þeir unnu þar gríðarlega óvæntan sigur á Sturm Graz, 1:0, árið 2013 eftir markalaust jafntefli liðanna á Kópavogsvelli. Ellert Hreinsson skoraði sigurmarkið í Graz og kom Blikum í 3. umferð þar sem þeir féllu út í vítaspyrnukeppni gegn Aktobe frá Kasakstan.
0
Fyrsta umferðin á nýju tímabili í austurrísku A-deildinni er leikin um komandi helgi. Austria á þá útileik gegn Ried. Austria endaði í áttunda sæti af tólf liðum í deildinni á síðasta tímabili og þurfti að spila síðasta þriðjung tímabilsins í fallkeppni deildarinnar en náði samt Evrópusætinu í gegnum umspil.
0
Schmid þjálfari Austria hefur greinilega notað bikarleikinn til að fínstilla liðið fyrir viðureignina gegn Breiðabliki í dag því tíu af þeim ellefu sem hófu þann leik eru í byrjunarliðinu í kvöld. Aðeins Benedikt Pichler þarf að víkja og setjast á varamannabekkinn.
0
Austria lék sinn fyrsta mótsleik á tímabilinu undir stjórn nýs þjálfara, Manfred Schmid, á sunnudaginn og vann þá C-deildarliðið Spittal/Drau 4:0 í fyrstu umferð bikarkeppninnar. Mörkin skoruðu Marco Djuricin, Eric Martel, Aleksander Jukic og Manfred Fischer. Þeir martel, Djuricin og Fischer eru allir í byrjunarliðinu gegn Breiðabliki í dag en Jukic er meðal varamanna.
0
Byrjunarlið Breiðabliks gegn Austria hefur verið birt. Óskar Hrafn Þorvaldsson gerir tvær breytingar frá jafnteflinu við KR um helgina. Oliver Sigurjónsson og Kristinn Steindórsson koma inn í byrjunarliðið en Andri Rafn Yeoman og Davíð Örn Atlason fara á varamannabekkinn. Liðið má sjá hér fyrir neðan.
0
Góðan dag og verið velkomin með mbl.is í beina textalýsingu frá leik Austria Wien og Breiðabliks í 2. umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta sem hefst kl. 16 í Vínarborg. Seinni leikurinn fer fram á Kópavogsvelli eftir viku.
Sjá meira
Sjá allt

Austria Wien: (4-3-3) Mark: Patrick Pentz. Vörn: Marvin Martins, Christian Schoissengeyr, Johannes Handl, Markus Suttner. Miðja: Vesel Demaku (Can Keles 89), Eric Martel, Dominik Fitz (Alexander Grünwald 62). Sókn: Georg Teigl (Aleksandar Jukic 62), Marco Djuricin (Benedikt Pichler 62), Manfred Fischer.
Varamenn: Ammar Helac (M), Mirko Kos (M), Alexander Grünwald, Benedikt Pichler, Can Keles, Lukas Muehl, Matthias Braunöder, Esad Bejic, Aleksandar Jukic.

Breiðablik: (4-5-1) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Davíð Ingvarsson (Davíð Örn Atlason 57). Miðja: Viktor Karl Einarsson, Alexander Helgi Sigurðarson (Andri Rafn Yeoman 71), Kristinn Steindórsson, Oliver Sigurjónsson, Gísli Eyjólfsson. Sókn: Árni Vilhjálmsson.
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Elfar Freyr Helgason, Thomas Mikkelsen, Jason Daði Svanþórsson, Þorleifur Úlfarsson, Sölvi Snær Guðbjargarson, Davíð Örn Atlason, Arnar Númi Gíslason, Andri Rafn Yeoman, Tómas Orri Róbertsson, Ágúst Orri Þorsteinsson.

Skot: Austria Wien 11 (4) - Breiðablik 10 (3)
Horn: Breiðablik 5 - Austria Wien 6.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Viola Park
Áhorfendafjöldi: 6.015

Leikur hefst
22. júlí 2021 16:00

Aðstæður:
Í Vín er 26 stiga hiti, sól og þurrt. Leikið kl. 18 að staðartíma

Dómari: Kári Á Høvdanum, Færeyjum
Aðstoðardómarar: Andrew Christiansen og Dan Petur Pauli Højgaard, Færeyjum

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka