Breiðablik sló út Austria Wien og mætir Aberdeen

Kristinn Steindórsson á leiðinni að marki Austria Wien í leiknum …
Kristinn Steindórsson á leiðinni að marki Austria Wien í leiknum í dag. mbl.is/Unnur Karen

Breiðablik er komið í þriðju um­ferð Sam­bands­deild­ar Evr­ópu í fót­bolta eft­ir glæsi­leg­an sig­ur á Austria Wien frá Aust­ur­ríki á Kópa­vogs­velli í dag, 2:1.

Kópa­vogsliðið mæt­ir Aber­deen frá Skotlandi í þriðju um­ferðinni næstu tvo fimmtu­daga og fer fyrri leik­ur­inn fram á Kópa­vogs­velli á fimmtu­dag­inn kem­ur, 5. ág­úst.

Blikar mættu greini­lega til leiks staðráðnir í því að halda áfram þar sem frá var horfið í góðum leik þeirra í Vín­ar­borg fyr­ir viku. Halda  bolt­an­um í sín­um röðum, spila yf­ir­vegað og stjórna leikn­um. Þeim tókst það áfram með ágæt­um lengi vel.

Þeir voru ekki lengi að upp­skera því strax á 6. mín­útu náðu þeir grænklæddu for­yst­unni með ein­földu og glæsi­legu marki. Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son sendi fyr­ir mark Austria frá hægri og Krist­inn Stein­dórs­son kom á ferðinni inn við víta­punkt og af­greiddi bolt­ann viðstöðulaust í vinstra hornið, 1:0.

Breiðablik var meira með bolt­ann fram­an af en Austria átti ágæt­an kafla þar sem liðið náði að setja nokkra pressu á Blikana, án þess þó að skapa sér mark­tæki­færi.

Gísli Eyjólfsosn sækir að marki Austria í leiknum í kvöld.
Gísli Eyj­ólfsosn sæk­ir að marki Austria í leikn­um í kvöld. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Árni kem­ur Blik­um í 2:0

Í staðinn juku Blikar for­yst­una á 24. mín­útu. Krist­inn Stein­dórs­son fékk send­ingu í hraðri sókn inn að víta­teign­um vinstra meg­in, lék í átt að enda­mörk­um og sendi síðan inn í markteig­inn þar sem Árni Vil­hjálms­son kom á ferðinni og skoraði, 2:0.

Blik­um tókst vel að halda bolt­an­um það sem eft­ir var fyrri hálfleiks og pirr­ing­ur­inn í liði Austria jókst með hverri mín­útu. Fimm gul spjöld fóru á loft í fyrri hálfleikn­um, þrjú þeirra á Aust­ur­rík­is­menn­ina. Besta færið á lokakafla hálfleiks­ins fékk Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son þegar dæmd var auka­spyrna rétt utan víta­teigs Austria en hann skaut yfir markið úr henni. Staðan 2:0 í hálfleik.

Austria fékk ágætt færi á sjöttu mín­útu síðari hálfleiks þegar Al­eks­and­ar Jukic skaut úr auka­spyrnu af 20 metra færi en Ant­on Ari Ein­ars­son var vel á verði og sló bolt­ann í horn.

Aust­ur­rík­is­menn­irn­ir fengu nokkr­ar hættu­leg­ar sókn­ir sem enduðu í tvígang með skot­um Bene­dikts Pichlers frá víta­teig en bæði voru slök og beint í hend­urn­ar á Ant­oni í marki Blika. Press­an á Blikana jókst jafnt og þétt en þeir réðu áfram ágæt­lega við aðstæður.

Ódýrt mark Austria gal­opn­ar leik­inn

En á 68. mín­útu fékk Austria ódýrt mark. Blikar voru að spila út úr vörn­inni þegar Vikt­or Örn Mar­geirs­son sendi bolt­ann beint á Dom­inik Fitz við víta­teigs­lín­una. Hann skaut strax í vinstra hornið, 2:1.

Austria setti aukna pressu á Blikana eft­ir því sem leið á hálfleik­inn en gekk illa að kom­ast í færi.

Gísli Eyj­ólfs­son komst í gott færi við víta­teigs­línu á 88. mín­útu og átti fast skot rétt fram­hjá stöng­inni vinstra meg­in.

Blikar stóðust mik­inn sókn­arþunga aust­ur­rísku gest­anna í sex mín­útna upp­bót­ar­tíma og gátu fagnað ær­lega í leiks­lok ásamt 700 stuðnings­mönn­um sín­um sem fylltu þau sæti sem mátti fylla á Kópa­vogs­velli í dag.

Þorðu og vildu og upp­skáru eft­ir því

Blikar héldu sig sem fyrr við sín gildi, hikuðu ekki við að spila bolt­an­um út frá markverði og vörn, og Óskar Hrafn Þor­valds­son er bú­inn að þróa þenn­an fót­bolta liðsins á sann­fær­andi hátt. Það er djarft að beita þess­ari spila­mennsku gegn at­vinnuliði sem á að vera sterk­ara á papp­ír­un­um, jafn­vel mun sterk­ara, en Blikar sýndu að auk þess að þora og vilja, þá höfðu þeir ein­stak­lings­gæðin til þess að fram­kvæma það sem þeir vildu fram­kvæma.

Þeim varð þó hált á þessu þegar Austria komst inn í leik­inn með óvæntu marki en sem bet­ur fór komu þessi einu mis­tök sem segja má að Blikar hafi gert í þessu tveggja leikja ein­vígi ekki í bakið á þeim.

Liðsheild Breiðabliks var gríðarlega sterk í þess­um leik eins og í þeim fyrri en horn­stein­ar liðsins voru Damir Mum­in­ovic í miðri vörn­inni, Hösk­uld­ur Gunn­laugs­son í sinni frjálsu hægri­ba­kv­arðar­stöðu lengst af og þeir Vikt­or Karl Ein­ars­son og Oli­ver Sig­ur­jóns­son sem voru mjög hreyf­an­leg­ir og héldu flæði í spil­inu á miðjunni. Krist­inn Stein­dórs­son og Árni Vil­hjálms­son voru síðan stöðugt til­bún­ir til að ógna og sá um að skora mörk­in.

Þessi úr­slit eru ein­hver þau bestu hjá ís­lensku fé­lagsliði á seinni árum og Breiðablik hef­ur nú í tvígang slegið út and­stæðinga frá Aust­ur­ríki. Núna bíður Blikanna nýtt æv­in­týri, tveir leik­ir gegn Aber­deen frá Skotlandi. Blikar hafa með þrem­ur sigr­um og jafn­tefli fært Íslandi og öðrum liðum í deild­inni hér á landi gríðarlega dýr­mæt stig á styrk­leikalista UEFA, og bætt í sinn reynslu­banka svo um mun­ar. Þessi frammistaða þeirra rask­ar vænt­an­lega Íslands­mót­inu eitt­hvað en það er seinni tíma vanda­mál fyr­ir Kópa­vogsliðið.

Breiðablik 2:1 Austria Wien opna loka
skorar Kristinn Steindórsson (6. mín.)
skorar Árni Vilhjálmsson (24. mín.)
Mörk
skorar Dominik Fitz (68. mín.)
fær gult spjald Alexander Helgi Sigurðarson (14. mín.)
fær gult spjald Viktor Karl Einarsson (42. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Eric Martel (13. mín.)
fær gult spjald Christian Schoissengeyr (35. mín.)
fær gult spjald Marco Djuricin (45. mín.)
fær gult spjald Dominik Fitz (63. mín.)
mín.
90 Leik lokið
BREIÐABLIK ER KOMIÐ Í 3. UMFERÐ!!!
90 Georg Teigl (Austria Wien) á skot framhjá
Hátt yfir og langt framhjá af 20 m færi. Örvæntingarskot utan af hægri kanti
90
Gísli Eyjólfsson klókur, krækir í aukaspyrnu eftir að Blikar hreinsuðu frá og kemur liði sínu framar á völlinn.
90
Minni á að leikurinn verður framlengdur ef Austria jafnar. Mörk á útivelli gilda ekkert lengur.
90 Austria Wien fær hornspyrnu
Frá vinstri - Anton Ari slær boltann í innkast hinum megin.
90
Nú er ekkert boðið upp á fínt spil. Blikar bara hreinsa hátt og langt við öll tækifæri. Skiljanlega.
90 Can Keles (Austria Wien) kemur inn á
90 Benedikt Pichler (Austria Wien) fer af velli
90
6 mínútum bætt við!
90
Damir Muminovic liggur eftir að hafa fengið þungt högg í sókn Austria, á miðjum vallarhelmingi Blika. Leikurinn heldur áfram góða stund en er loks stöðvaður og Damir fær aðhlynningu. Hann heldur áfram.
88 Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) á skot framhjá
Fínt skotfæri rétt utan vítateigs, fast skot en rétt framhjá vinstra megin
88 Thomas Mikkelsen (Breiðablik) kemur inn á
88 Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) fer af velli
86
Austria sækir nú nær án afláts en gengur illa að komast í færi. Blikar verjast vel en gengur verr að halda boltanum en áður.
84
Viktor Örn liggur eftir samskipti við Duricin framherja Austria. Viktor renndi sér og kom boltanum í innkast og virðist hafa fengið fót Austurríkismannsins í höfuðið í leiðinni.
83
Úff. Stórhættuleg aukaspyrna Fitz frá vinstri kantinum, boltinn fer þvert í gegnum markteiginn og í útspark hinum megin! Þarna hefði bara þurft litla snertingu.
79
Tilfærslur eftir þessa skiptingu Blika. Davíð Örn er nú hægri bakvörður og Höskuldur fer vinstra megin á miðjuna.
78 Davíð Örn Atlason (Breiðablik) kemur inn á
78 Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) fer af velli
75 Austria Wien fær hornspyrnu
Eftir hættulega sendingu inn í vítateig, Blikar björguðu á síðustu stundu. Eftir hornið er dæmd aukaspyrna á Austria.
71 Marco Djuricin (Austria Wien) á skot framhjá
Nær ekki góðu jafnvægi hægra megin í teignum og sendir boltann í hliðarnetið.
70
Nú er þetta allt annar leikur. Austria hefur náð marki og þar með eru möguleikar liðsins galopnir á nýjan leik.
69 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Blikar rjúka beint í sókn sem endar með hörkuskoti frá vítateig en beint á markvörðinn.
68 MARK! Dominik Fitz (Austria Wien) skorar
2:1 - Og þetta er einmitt það hættulega. Ein misheppnuð sending í vörn Blika. Viktor Örn gefur beint á Fitz við vítateigslínuna. Hann þakkar fyrir og sendir boltann beint í vinstra hornið
68
Sókn Austria er farin að þyngjast talsvert og Blikar hafa dregist aftar á völlinn og þurft að verjast meira við eigin vítateig en áður. Þeir eru þó sem fyrr eldsnöggir að koma sér framar á völlinn um leið og færi gefast.
66 Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) kemur inn á
66 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fer af velli
64 Benedikt Pichler (Austria Wien) á skot sem er varið
Hættulegt eftir að Blikar misstu boltann. Skot frá vítateig en aftur er það lélegt og beint á Anton.
63 Dominik Fitz (Austria Wien) fær gult spjald
Fyrir brot á Höskuldi
63 Kristinn Steindórsson (Breiðablik) á skot sem er varið
Þurfti að teygja sig í boltann efrtir sendingu Davíðs frá vinstri og skotið er viðstöðulaust beint á markvörðinn.
62 Benedikt Pichler (Austria Wien) á skot sem er varið
Hættuleg og hröð sókn Austria en skotið frá vítateig er lélegt og beint á Anton Ara.
58 Alexander Grünwald (Austria Wien) kemur inn á
58 Aleksandar Jukic (Austria Wien) fer af velli
57
Frábær varnarleikur Damirs sem kemst fyrir Pichler sem var kominn í skotfæri á miðjum vítateig.
56 Marco Djuricin (Austria Wien) á skalla sem fer framhjá
Lúmskur skalli á nærstönginni eftir hornið frá hægri en náði ekki að stýra honum á markið.
56 Austria Wien fær hornspyrnu
Damir skallaði í horn eftir aukaspyrnu inn að marki Blika
53 Breiðablik fær hornspyrnu
Skyndisókn og Austria bjargar með naumindum í horn eftir sendingu Davíðs inn á markteiginn frá vinstri.
51 Austria Wien fær hornspyrnu
Blikar koma boltanum í innkast eftir hornið
51 Aleksandar Jukic (Austria Wien) á skot sem er varið
Beint úr aukaspyrnunni, yfir vegginn og í hornið nær, en Anton ver í horn
51
Austria fær aukaspyrnu á hættulegum stað, rétt utan vítateigs, vinstra megin.
46 Breiðablik fær hornspyrnu
Gísli sótti þessa af harðfylgi eftir 20 sekúndur í hálfleiknum. Austriamenn bægðu strax hættunni frá eftir hornið.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Blikar byrja og sækja í átt að Fífunni
45
Hvernig spila liðin seinni hálfleikinn? Blikar eru í dauðafæri til að komast í þriðju umferðina. Austriamenn þurfa að brjóta þá niður og skora a.m.k. tvö mörk til að geta farið áfram í keppninni.
45
Nú liggur endanlega fyrir að það lið sem kemst áfram í kvöld mætir Aberdeen frá Skotlandi í þriðju umferð keppninnar næstu tvo fimmtudaga. Aberdeen tapaði 2:0 fyrir Häcken í Gautaborg í dag en vann einvígið 5:3.
45 Hálfleikur
Virkilega góður fyrri hálfleikur hjá Blikum og þeir verðskulda þessa 2:0 forystu. Tvö falleg mörk og frammistaða til fyrirmyndar á öllum sviðum. Þeir hafa stjórnað leiknum, haldið boltanum vel, spilað djarft sín á milli og pressað leikmenn Austria framarlega í hvert sinn sem færi hefur gefist. Nú verður afar áhugavert að sjá hvernig leikmenn Austria koma í seinni hálfleikinn en þeir eru nánast búnir að "missa hausinn" eftir þennan fyrri hálfleik sem eflaust telst einn stór skandall af þeirra hálfu.
45
Það er greinilega orðinn gríðarlegur pirringur í Austurríkismönnunum. Nú fá þeir aukaspyrnu og mótmæla lengi því að fá ekki gult spjald á leikmann Breiðabliks.
45 Marco Djuricin (Austria Wien) fær gult spjald
Pirringsbrot á Oliver á miðjum vallarhelmingi Blika. Dæmt á það og Djuricin mótmælir. Fær spjald fyrir það.
45 Marco Djuricin (Austria Wien) á skalla sem fer framhjá
Aukaspyrna frá vinstri en skalli talsvert framhjá markinu.
42
Austriamenn eiga skalla á mark eftir aukaspyrnuna. Anton ver og það er dæmd rangstaða.
42 Viktor Karl Einarsson (Breiðablik) fær gult spjald
Braut á Fitz sem var kominn í ágæta stöðu á miðjum vallarhelmingi Blika.
36 Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) á skot framhjá
Skot beint úr aukaspyrnunni en nokkuð yfir mark Austria. Þetta var virkilega gott færi af 20 metrum og fyrir miðju marki.
35 Christian Schoissengeyr (Austria Wien) fær gult spjald
Braut á Viktori Karli í vítaboganum eftir að Viktor hafði komist inní sendingu og var í þann veginn að leggja boltann á samherja í dauðafæri í vítateignum.
32 Breiðablik fær hornspyrnu
Damir kemur boltanum í horn eftir sókn upp vinstra megin. Í horninu fer boltinn í sveig afturfyrir endalínuna og Blikar fá markspyrnu.
27
Teigl brýtur illa á Alexander Helga sem fær langa sendingu upp vinstra megin. Hvers vegna hann fær tiltal en ekki gult spjald frá írska dómaranum er erfitt að skilja.
26
Ja hérna. Og Blikar verðskulda þetta fyllilega. Þeir hafa verið djarfir í að pressa og sækja við hvert mögulegt tækifæri og eru búnir að uppskera tvö falleg mörk. Hvernig bregðast Austriamenn nú við???
24 MARK! Árni Vilhjálmsson (Breiðablik) skorar
2:0 - Mögnuð sókn Blika. Kristinn Steindórs fær háa sendingu inn að vítateignum vinstra megin, nær að taka skemmtilega við henni og sendir svo þvert fyrir markið þar sem Árni er mættur eins og gammur á markteignum og sópar boltanum í netið.
24 Benedikt Pichler (Austria Wien) á skot framhjá
Reyndi hjólhestaspyrnu í miðjum vítateig eftir fyrirgjöf frá vinstri en vel yfir mark Blika.
23 Davíð Ingvarsson (Breiðablik) á skot framhjá
Þetta átti nú örugglega að vera fyrirgjöf frá vinstri eftir vel útfærða sókn Blika en endaði með hættulegu skoti rétt yfir þverslána!
20 Austria Wien fær hornspyrnu
Aftur bjargar Viktor Örn í horn. Sókn Austria þyngist með hverri mínútu. Eftir hornið reyndi leikmaður Austria skot utan vítateigs en beint í hönd samherja síns inni í teignum!
16 Austria Wien fær hornspyrnu
Viktor Örn bjargar á síðustu stundu við endalínu þegar leikmaður Austria var kominn að endamörkum hægra megin. Vel tekin hornspyrna en Damir rís hæst allra og skallar í innkast hinum megin.
14 Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) fær gult spjald
Og nú fær Alexander gula spjaldið fyrir að strauja Fitz sem var að leggja af stað í skyndisókn á miðjum vallarhelmingi Austria
13 Eric Martel (Austria Wien) fær gult spjald
Braut á Höskuldi sem stakk sér inní sendingu á miðjum vallarhelmingi Austria.
12
Hættuleg stunga inn í vítateig Blika en dæmd rangstaða, auk þess sem Anton Ari varði með úthlaupi.
11 Damir Muminovic (Breiðablik) á skalla sem fer framhjá
Hörkuskalli á nærstönginni eftir stutt horn og fyrirgjöf Höskulds frá hægri en rétt yfir þverslána.
11 Breiðablik fær hornspyrnu
Næstum því búnir að skora eins! Nú kom Viktor Karl með fína fyrirgjöf frá hægri og varnarmaður komst naumlega framfyrir Kristin og bjargaði í horn!
9
Þarna munaði engu. Blikar hirða boltann af Austriamönnum í þeirra vítateig en fá svo á sig rangstöðu. Vel gert - og óheppnir!
8
Nú verður líka forvitnilegt hvernig Blikum gengur að spila sinn leik í stað þess að draga sig aftar og verja forskotið. Það er viðbúið að Austria reyni að blása til sóknar.
7
Ekki gátu Blikar beðið um betri byrjun. Vel að verki staðið strax á sjöttu mínútu og nú verður afar áhugavert að sjá hvernig þessi leikur þróast.
6 MARK! Kristinn Steindórsson (Breiðablik) skorar
1:0 - Einfalt og glæsilegt. Höskuldur Gunnlaugsson fær boltann á hægri kantinum og kemur með þessa flottu sendingu inn að vítapunkti þar sem Kristinn kemur á ferðinni og afgreiðir boltann viðstöðulaust í vinstra hornið!
4 Dominik Fitz (Austria Wien) á skot framhjá
Hröð sókn Austria upp hægra megin. Pichler komst inn í vítateiginn og sendi til baka á Fitz sem skaut hægra megin úr teignum en rétt yfir þverslána.
2
Blikar ætla sér greinilega að halda uppteknum hætti frá leiknum í Vínarborg og pressa Austurríkismennina framarlega
1 Leikur hafinn
Austria byrjar með boltann og leikur í átt að Fífunni. Blikar í átt að Sporthúsinu. Liðin voru fullfljót á sér og þurftu að bíða góða stund eftir því að fá að hefja leikinn.
0
Leikmenn Breiðabliks ganga fyrst inn á völlinn í sínum grænu Evrópubúningum með hvítu ermunum. Síðan koma fjólubláir Austriamenn og liðin stilla sér upp ásamt dómaratríóinu frá Írlandi.
0
Samkvæmt bestu heimildum er uppselt á leikinn en aðeins mega vera 700 áhorfendur í dag af sóttvarnaástæðum.
0
Það er orðið nokkuð ljóst að sigurliðið í þessari viðureign mætir Aberdeen frá Skotlandi. Aberdeen vann Häcken frá Svíþjóð 5:1 í fyrri leiknum og staðan er nú markalaus hjá þeim í hálfleik í seinni leiknum í Gautaborg.
0
Klukkan er 17.15 og fimmtán mínútur þar til flautað verður til leiks. Leikmenn Austria eru farnir inn og nú eru Blikar að tínast af velli og fara í lokaundirbúninginn inni í klefa.
0
Fyrir þetta tímabil lagði UEFA af regluna um að fleiri mörk á útivelli réðu úrslitum ef lið væru jöfn að markatölu eftir tvo leiki í Evrópukeppni. Þar með dugar Blikum ekki 0:0 jafntefli og Austria ekki 2:2 jafntefli eins og þetta hefði verið eftir gömlu reglunni. Verði staðan jöfn eftir venjulegan leiktíma, sama hver markatalan verður, er gripið til framlengingar, og síðan vítaspyrnukeppni ef með þarf.
0
Á Kópavogsvelli eru hin bestu skilyrði fyrir fínan fótboltaleik. Létt gola, 18 stiga hiti og engin sól, allavega ekki í augnablikinu. Gervigrasið fagurgrænt og vökvað í gríð og erg þessa stundina en markverðir Austria taka daginn snemma og eru fyrstir út til að hita upp.
0
Manfred Schmid þjálfari Austria gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá fyrri leiknum. Miðjumaðurinn Vesel Demaku og varnarmaðurinn Johannes Handl fara á bekkinn og Marvin Martins er ekki í hópnum í dag. Í byrjunarliðið koma kantmennirnir Aleksandar Jukic og Benedikt Pichler og miðvörðurinn Lukas Muehl.
0
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks stillir í dag upp sama byrjunarliði og í fyrri leiknum í Vínarborg fyrir viku síðan, eins og sjá má hér fyrir neðan. Hann gerir því þrjár breytingar frá tapleiknum í Keflavík um helgina en Alexander Helgi Sigurðarson, Kristinn Steindórsson og Davíð Ingvarsson koma aftur inn í byrjunarliðið frá þeim leik. Davíð Örn Atlason, Thomas Mikkelsen og Jaason Daði Svanþórsson fara aftur á bekkinn.
0
Austria Wien sat hjá í fyrstu umferð keppninnar og leikurinn við Breiðablk í síðustu viku var fyrsti mótsleikur liðsins á tímabilinu 2021-22. Fyrsta umferð austurrísku A-deildarinnar var leikin um síðustu helgi og þá tapaði Austria 2:1 fyrir Ried á útivelli.
0
Austria Wien á sér glæsilega sögu en félagið hefur orðið austurrískur meistari 24 sinnum. Þó aðeins þrisvar á þessari öld, síðast árið 2013. Austurríska bikarinn hefur félagið unnið 27 sinnum, síðast árið 2009. Félagið náði frábærum árangri í Evrópukeppni á áttunda áratug síðustu aldar þegar það lék úrslitaleikinn í Evrópukeppni bikarhafa árið 1978 en tapaði 4:0 fyrir Anderlecht, og komst í undanúrslit Evrópukeppni meistaraliða ári síðar.
0
Velkomin með mbl.is á Kópavogsvöll þar sem Breiðablik tekur á móti Austria Wien frá Austurríki í seinni leik liðanna í 2. umferð Sambandsdeildarinnar. Fyrri leikurinn í Vínarborg endaði 1:1 þar sem Marco Djuricin kom Austria yfir en Alexander Helgi Sigurðarson jafnaði metin fyrir Breiðablik. Sigurliðið í einvíginu mætir Aberdeen frá Skotlandi eða Häcken frá Svíþjóð en Aberdeen vann fyrri leik liðanna á heimavelli, 5:1.
Sjá meira
Sjá allt

Breiðablik: (4-4-2) Mark: Anton Ari Einarsson. Vörn: Höskuldur Gunnlaugsson, Damir Muminovic, Viktor Örn Margeirsson, Davíð Ingvarsson. Miðja: Viktor Karl Einarsson, Oliver Sigurjónsson (Davíð Örn Atlason 78), Alexander Helgi Sigurðarson (Andri Rafn Yeoman 66), Gísli Eyjólfsson. Sókn: Kristinn Steindórsson, Árni Vilhjálmsson (Thomas Mikkelsen 88).
Varamenn: Brynjar Atli Bragason (M), Elfar Freyr Helgason, Thomas Mikkelsen, Jason Daði Svanþórsson, Þorleifur Úlfarsson, Finnur Orri Margeirsson, Sölvi Snær Guðbjargarson, Davíð Örn Atlason, Andri Rafn Yeoman, Tómas Orri Róbertsson, Tómas Bjarki Jónsson, Ágúst Orri Þorsteinsson.

Austria Wien: (4-5-1) Mark: Patrick Pentz. Vörn: Georg Teigl, Lukas Muehl, Christian Schoissengeyr, Markus Suttner. Miðja: Benedikt Pichler (Can Keles 90), Eric Martel, Manfred Fischer, Dominik Fitz, Aleksandar Jukic (Alexander Grünwald 58). Sókn: Marco Djuricin.
Varamenn: Ammar Helac (M), Mirko Kos (M), Vesel Demaku, Alexander Grünwald, Leonardo Ivkic, Can Keles, Matthias Braunöder, Johannes Handl, Esad Bejic.

Skot: Austria Wien 10 (4) - Breiðablik 8 (4)
Horn: Breiðablik 4 - Austria Wien 6.

Lýsandi: Víðir Sigurðsson
Völlur: Kópavogsvöllur
Áhorfendafjöldi: 700 - uppselt

Leikur hefst
29. júlí 2021 17:30

Aðstæður:
18 stiga hiti, gola, skýjað. Fallegt gervigras.

Dómari: Paul McLaughlin, Írlandi
Aðstoðardómarar: Robert Clarke og Dermot Broughton, Írlandi

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert
Loka