Áslaug Munda var best í júlí

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er leikmaður júlímánaðar að mati Morgunblaðsins.
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir er leikmaður júlímánaðar að mati Morgunblaðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, hægri kantmaður Breiðabliks, var besti leikmaður júlímánaðar í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Áslaug Munda fékk flest M allra leikmanna í deildinni í júlí, sex talsins. Hún fékk M í öllum leikjum Kópavogsliðsins og einu sinni tvö M.

Breiðablik fékk þrettán stig í fimm leikjum í júlí og Áslaug skoraði fjögur mörk í mánuðinum ásamt því að vera afar atkvæðamikil í sóknarleik liðsins sem skoraði alls átján mörk í þessum fimm leikjum.

Áslaug Munda hefur því spjarað sig afskaplega vel framarlega á vellinum en á síðasta keppnistímabili lék hún gjarnan sem bakvörður í Íslandsmeistaraliði Breiðabliks en missti reyndar töluvert úr í fyrra vegna meiðsla.

Lið mánaðarins og nánari umfjöllun um M-gjöfina í úrvalsdeild kvenna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert