Óskar Hrafn með föst skot á Aberdeen

Árni Vilhjálmsson jafnar í 2:2 í kvöld.
Árni Vilhjálmsson jafnar í 2:2 í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, var ekki hrifinn af skoska liðinu Aberdeen eftir leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Aberdeen vann að lokum 3:2.

Aberdeen byrjaði af krafti og komst í 2:0 snemma leiks en Breiðablik neitaði að gefast upp og jafnaði í 2:2. Aberdeen skoraði hins vegar sigurmarkið í byrjun seinni hálfleiks. Þrátt fyrir það var Óskar ekki hrifinn af spilamennsku gestanna frá Skotlandi.

„Ef frá eru skildar fyrstu sex mínúturnar, þá fannst mér við mikið betri allan leikinn. Við erum að fara til Aberdeen, ætlum að vinna með tveimur og slá þessa gæja út,“ sagði Óskar kokhraustur í viðtali við Stöð 2 sport eftir leik.

„Ég bjóst ekki við því að þeir væru svona lélegir. Ég hélt þeir myndu reyna að spila fótbolta. Þeir gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Þeir eru líkamlega sterkir, fljótir og öflugir í loftinu,“ bætti Óskar við.

Óskar Hrafn Þorvaldsson
Óskar Hrafn Þorvaldsson mbl.is/Unnur Karen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert