Sævar orðinn lærisveinn Freys

Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon.
Freyr Alexandersson og Sævar Atli Magnússon. Ljósmynd/Lyngby

Knattspyrnumaðurinn Sævar Atli Magnússon er orðinn leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann skrifaði í dag undir samning við félagið sem gildir til ársins 2024.

Sævar er 21 árs framherji sem hefur leikið með Leikni úr Reykjavík allan ferilinn, alls 105 leiki í deild og bikar þar sem hann hefur skorað 43 mörk. Hann hefur verið burðarás í Leiknisliðinu í sumar og skorað 10 af 15 mörkum liðsins í Pepsi Max-deildinni og verið fyrirliði liðsins.

Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby en hann er einnig uppalinn Leiknismaður. Lyngby hefur farið vel af stað á leiktíðinni og unnið þrjá fyrstu leiki sína í deild og bikar.

Sævar var kynntur til leiks hjá félaginu í dag á viðeigandi hátt eða með eldgosi, eins og sjá má hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert