Bjarni nýr framkvæmdastjóri KR

Bjarni Guðjónsson er nýr framkvæmdastjóri KR.
Bjarni Guðjónsson er nýr framkvæmdastjóri KR. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins. Bjarni kemur til KR frá sænska félaginu IFK Norrköping, þar sem hann starfaði sem aðalþjálfari U19-liðs félagsins. Áður var Bjarni aðstoðarþjálfari meistaraflokks KR í knattspyrnu.

„Við erum mjög ánægð með að geta boðið Bjarna velkominn til KR á ný. Bjarni hefur bæði gegnt hlutverki leikmanns og þjálfara hjá KR við góðan orðstír. Nú höfum við falið Bjarna annað hlutverk, að annast rekstur og leiða uppbyggingu okkar sögufræga félags. Við teljum Bjarna vel til þess fallinn, en sem framkvæmdastjóri nýtist menntun hans og reynslan sem hann hefur öðlast bæði innan félagsins og utan,“ segir Lúðvík S. Georgsson, formaður KR, í yfirlýsingu félagsins.

Bjarni er með BSc.-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og þjálfararéttindi frá UEFA. Bjarni mun hefja störf þann 1. september næstkomandi, en hann tekur við starfi framkvæmdastjóra af Jónasi Kristinssyni, sem gegnt hafði stöðu framkvæmdastjóra KR um árabil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert