Sú bandaríska á leið til Íslendingaliðs

Delaney Baie Pridham heldur til Svíþjóðar.
Delaney Baie Pridham heldur til Svíþjóðar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Banda­ríski fram­herj­inn Dela­ney Baie Pridham, sem hef­ur leikið með kvennaliði ÍBV í knatt­spyrnu í sum­ar, er á leið til sænska úr­vals­deild­arliðsins Kristianstad.

Þetta herma ör­ugg­ar heim­ild­ir mbl.is. Pridham geng­ur al­farið til liðs við Kristianstad og hef­ur spilað sinn síðasta leik fyr­ir ÍBV.

Hún hef­ur leikið frá­bær­lega fyr­ir Eyja­kon­ur á tíma­bil­inu og skorað sjö mörk í 10 deild­ar­leikj­um í úr­vals­deild­inni, Pepsi Max-deild­inni, auk þess sem hún skoraði eitt mark í tveim­ur bikarleikj­um í Mjólk­ur­bik­arn­um.

Er hún marka­hæsti leikmaður ÍBV á tíma­bil­inu og því ljóst að um mikla blóðtöku er að ræða fyr­ir Eyja­kon­ur, sem eru um miðja deild í sjötta sæti með 16 stig eft­ir 13 leiki.

Sam­kvæmt heimasíðu KSÍ er Pridham þegar búin að fá fé­laga­skipti yfir til Svíþjóðar og má bú­ast við því að Íslend­ingalið Kristianstad muni til­kynna um komu henn­ar á næst­unni.

Elísa­bet Gunn­ars­dótt­ir er þjálf­ari Kristianstad og Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir leik­ur með liðinu á láni frá Wolfs­brug og hin þaul­reynda Sif Atla­dótt­ir er einnig á mála hjá liðinu.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert