Brøndby vann í dag 2:1-sigur á Álaborg í efstu deild kvenna í danska fótboltanum.
Barbára Sól Gísladóttir var í byrjunarliði Brøndby og hún þakkaði traustið með að leggja upp sigurmarkið á 59. mínútu. Hún fór af velli fimm mínútum síðar.
Brøndby hefur farið ágætlega af stað og er með tvo sigra og eitt tap eftir þrjár umferðir.