Virðing á Skagamenn

Árni Vilhjálmsson skoraði sigurmark Breiðabliks úr vítaspyrnu.
Árni Vilhjálmsson skoraði sigurmark Breiðabliks úr vítaspyrnu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammstöðu sinna manna í samtali við mbl.is í kvöld eftir sigur Breiðabliks á liði ÍA 2:1 í Pepsi Max-deild karla í fótbolta.

„Ég er bara anægður með frammistöðuna hjá mínum mönnum fyrir utan fyrstu fimm mínútur leiksins. Skagamenn lögðu verðugt verkefni á borðið hjá okkur. Þeir vörðust aftarlega og voru mjög þéttir, skipulagðir og baráttuglaðir. Það var erfitt að brjóta þá á bak aftur þannig að ég er auðvitað bara ánægður með að hafa skorað tvö mörk. Við grófum okkur í holu í byrjun leiksins . Þeir byrjuðu að krafti og við gáfum þeim frumkvæðið. Við eyddum meirihlutanum í fyrri hálfleik að ná því til baka. Ég er bara mjög sáttur.“

Þú gagnrýndir Aberdeen fyrir þeirra spilamennsku þegar þið lékuð við þá á dögunum. Fannst þér Skagamenn vera spila svipaðan leik og Aberdeen eða var þetta öðruvísi hjá þeim?

„Þú munt aldrei fá mig til að gagnrýna íslensk fótboltalið fyrir það hvernig þau nálgast leikina. Við verðum að átta okkur á því að Aberdeen er skokst atvinnumannalið með 1500 miljónir í launkostnað á ári þannig að þeir áttu bara skilið að fá að heyra það. Mér fannst Skaginn bara gera þetta vel. Þeir gerðu það sem þeir töldu að þeir þyrftu að gera til að ná úrslitum hérna og eins og ég sagði áðan þá fannst mér þeir setja verðugt verkefni á borðið hjá okkur sem var að leysa mjög þetta lágblokk. Mér fannst þetta ganga á köflum vel hjá okkur. Við hefðum reyndar geta fyllt teiginn aðeins betur og líka hefðum við geta fylgt betur eftir fyrirgjöfunum okkar en bara vel gert hjá Skagamönnum. Þeir gerðu bara það sem þeir þurftu að gera og leikplanið þeirra gekk nánast upp þangað til að nokkrar mínútur eru eftir. Þeir eiga hrós skilið. Það vantaði bara hjá okkur að fyrirgjafir og hlaup færu saman og það er bara eitthvað fyrir okkur að vinna í fyrir næstu leiki en stundum er það bara þannig að siðasta sending klikkar. Þetta var að mörgu leyti áhugaverður leikur. Liðið getur lært mikið af þessum leik, lært hvernig þú getur verið þolinmóður og hvernig þú leysir svona verkefni sem er mjög þettur og vel skipulagður, fórnfús og grimmur varnarleikur. Þetta var áhugaverður leikur að því leyti.

Ég var ánægður með það hvað við vorum þolinmóðir. Við töluðum um það bæði fyrir leikinn og í hálfleik að reyna að halda þolinmæði. Ekki að flýta okkur of mikið. Frekar að vanda til verka í hverri sókn sem við fengum og mér fannst það ganga ágætlega. Við þvinguðum ekki mikið sem er gott því þegar þú ert að þvinga þá er mesta hættan að þú fáir skyndisóknir á þig. Við reyndum að hafa stjórn á hlutunum og mér fannst það ganga vel lungann af leiknum. Stundum er það bara þannig að á einhverjum tímapunkti þegar staðan er 1:1 grípur oft um sig smá hræðsla. Er þetta ekkert að fara ganga hjá okkur? Erum við ekki að fara ná þessu marki sem við erum að leita af? Mér fannst mínir menn höndla þetta vel og þetta er bara einn af þeim hlutum sem lið þurfa að læra. Þegar lið leggjast neðarlega snýst þetta um þolinmæði en við getum svo klárlega bætt okkur í því hlaupa meira inn í teiginn, fyrirgjafir og sá sem tekur við þeim tali saman. Skagamenn voru bara að lesa þessar fyrirgjafir mjög vel og köstuðu sér fyrir alla bolta, fórnuðu sér fyrir málstaðinn og virðing á Skagann fyrir það. „

Sigurmarkið kemur úr vítaspyrna. Var þetta víti?

„Ég sá það ekki. Ég set bara upp Blikagleraugun og segi já þetta var víti þar sem ég stóð en mín skoðun skiptir bara raunverulega engu máli. Hún er einskins virði. Hann dæmdi víti, Árni skoraði. Við erum glaðir með það. Ég veit að Skagamenn eru ekki sammála og þannig er að bara. Ég vona bara að Egill hafi haft rétt fyrir sér.“

Það eru tveir leikir framundan við KA. Hverni lýst þér á það?

„Mér lýst bara hrikalega vel á það. Það er allt til alls til að þessi leikur verði frábær hér á Kópavogsvelli á laugardaginn. Síðan horfum við á hinn leikinn þegar sá er búinn. Ég hlakka mikið til og núna veit ég að leikmennirnir mínir geta farið að hugsa um þann leik og það er bara stemning, skemmtun og eftirvænting. Allt til alls til að þetta verði frábær leikur.“

Nú nálgist þið Valsmenn með þessum sigri. Stefnan er væntanlega sett á titilinn?

„Ég hef sagt það áður í sumar að það er mikilvægast fyrir þetta lið að ná því spila leiki sem skipta máli þangað til að tímabilið er búið og það verður alltaf markmiðið. Við getum alveg horft á það að Valsmenn eru þarna og Valsmenn eru hér, Valsmenn vinna og Valsmenn tapa. Aðalmálið fyrir okkur er að við séum að bæta okkur, leik frá leik. Við séum að læra og við séum að leysa betur hluti en við gerðum fyrr i sumar. Það er mikilvægast núna og þá hafa úrslitin oft tilhneigingu til að koma, fylgja með en við verðum að passa okkur. Við getum ekki tekið neinu sem gefnu. Ekkert sem við höfum gert í sumar fáum við á laugardaginn. KA-menn eru á hörkusiglingu en þeir líka. Þeir fá ekkert fyrir það sem þeir hafa gert fyrr í sumar á laugadaginn. Þetta verður bara frábær leikur og ég held að það sé mjög dýrmætt fyrir alla sem eru að taka þátt í þessu að það sé eitthvað undir í þessum leikjum. Þú lærir mest þegar þú ert undir smá pressu og svo verðum við bara að stjórna spennustiginu og hafa stjórn á aðstæðum,“ sagði Óskar Hrafn að lokum í samtali við mbl.is á Kópavogsvelli í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka