Yfirlýsing frá KSÍ: Þöggum ekki niður ofbeldismál

Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands sendi í dag frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem kem­ur fram að sam­bandið leggi áherslu á fag­leg vinnu­brögð þegar fram koma ábend­ing­ar eða kvart­an­ir um meint of­beldi inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar.

Þá ít­rek­ar sam­bandið að það geri eng­ar til­raun­ir til að þagga niður of­beld­is­mál eða hylma yfir með gerend­um og vís­ar dylgj­um um slíkt á bug.

Yf­ir­lýs­ing Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands:

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) legg­ur áherslu á fag­leg vinnu­brögð þegar fram koma ábend­ing­ar eða kvart­an­ir um meint of­beldi sem með ein­um eða öðrum hætti má rekja til starf­semi inn­an hreyf­ing­ar­inn­ar. Knatt­spyrnu­hreyf­ing­in á Íslandi er fjöl­menn og eru skráðir iðkend­ur um 30 þúsund. KSÍ hef­ur ríka hags­muni af því að sá mikli fjöldi sem starfar eða tek­ur þátt í starf­semi knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar hér á landi upp­lifi ör­yggi og vel­ferð í starfi sínu eða þátt­töku og sam­bandið tek­ur skýra af­stöðu gegn öllu of­beldi.

Ef til­kynn­ing­ar um mál sem tengj­ast einelti eða of­beldi (m.a. kyn­ferðisof­beldi) koma inn á borð sam­bands­ins er tryggt að þau fari í viðeig­andi ferli. All­ir verk­ferl­ar slíkra mála hafa verið end­ur­bætt­ir og hafði fyrsta bylgja #Met­oo m.a. áhrif þar á. Jafn­rétt­isáætl­un og jafn­rétt­is­stefna sam­bands­ins hafa verið upp­færðar og er þar fjallað sér­stak­lega um kyn­ferðis­legt of­beldi. Þá hef­ur KSÍ staðið fyr­ir vinnu­stofu um kyn­ferðisof­beldi fyr­ir aðild­ar­fé­lög sín og bætt fræðslu um kyn­ferðisof­beldi inn í náms­efni þjálf­ara­mennt­un­ar.

Eins og gef­ur að skilja eru mál sem varða kyn­ferðisof­beldi vandmeðfar­in og kall­ar meðferð þeirra á fag­leg, vönduð og ekki síður yf­ir­veguð vinnu­brögð. Ef grun­ur er um lög­brot er ávallt hvatt til aðkomu lög­reglu­yf­ir­valda og eins er leitað aðstoðar hjá Sam­skiptaráðgjafa íþrótta- og æsku­lýðsmá­la, sem er sér­fræðing­ur rík­is­ins í meðferð slíkra mála.

KSÍ get­ur ekki tjáð sig um ein­stök mál sem upp kunna að koma á op­in­ber­um vett­vangi vegna trúnaðar og per­sónu­vernd­ar­mála. Rétt er þó að ít­reka að KSÍ ger­ir eng­ar til­raun­ir til að þagga niður of­beld­is­mál eða hylma yfir með gerend­um. Dylgj­um um slíkt er al­farið vísað á bug.

KSÍ er ávallt til­búið til að gera bet­ur og vík­ur sér ekki und­an mál­efna­legri gagn­rýni á starf sam­bands­ins. Því er sam­talið um of­beld­is­mál mik­il­vægt og ábend­ing­um sem eru til þess falln­ar að bæta hag iðkenda og áhuga­fólks um knatt­spyrnu vel tekið.

Kveðja / Reg­ards,

KSÍ / FA of Ice­land

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert