Fylgjum fyrirmælum okkar yfirmanna

Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum í Laugardalnum í dag.
Arnar Þór Viðarsson sat fyrir svörum í Laugardalnum í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við velj­um þann hóp sem okk­ur stend­ur til boða hverju sinni,“ sagði Arn­ar Þór Viðars­son, þjálf­ari ís­lenska karla­landsliðsins í knatt­spyrnu, á blaðamanna­fundi ís­lenska liðsins í höfuðstöðvum KSÍ í Laug­ar­daln­um í dag.

Arn­ar Þór til­kynnti í dag 25 manna leik­manna­hóp sinn sem mæt­ir Rúm­en­íu, Norður-Makedón­íu og Þýskalandi í undan­keppni HM á Laug­ar­dals­velli í byrj­un sept­em­ber.

Mikið hef­ur gustað í kring­um ís­lenska karla­landsliðið und­an­farn­ar vik­ur en Gylfi Þór Sig­urðsson var hand­tek­inn á Bretlandi í júlí grunaður um brot gegn ólögráða ein­stak­lingi.

Þá hafa leik­menn liðsins verið born­ir þung­um sök­um á sam­fé­lags­miðlum und­an­farn­ar vik­ur fyr­ir of­beldi í garð kvenna.

„Oft vilj­um við fá aðra leik­menn en við vilj­um velja en ef það kæmi eitt­hvað inn á okk­ar borð, að okk­ur yrði bannað að velja ákveðna leik­menn, þá þyrft­um við að fylgja fyr­ir­mæl­um okk­ar yf­ir­manna,“ bætti Arn­ar við þegar hann var spurður út í orðróm­ana í kring­um landsliðið og hvort það hefði komið til greina að velja ekki ákveðna leik­menn vegna þeirra.

„Við erum bara þjálf­ar­ar,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálf­ari liðsins, á fund­in­um.

„Við erum bara hér til að velja landsliðshóp og setj­um alla okk­ar orku í það. Allt utan þess mun­um við ekki ræða,“ bætti Eiður Smári við.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
04.04 16:45 Ísland : Noregur
04.04 19:00 Sviss : Frakkland
08.04 16:45 Ísland : Sviss
08.04 18:00 Noregur : Frakkland
30.05 18:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
03.06 18:00 Ísland : Frakkland
03.06 18:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert