500 áhorfendur í hólfi gegn framvísun hraðprófs

Alls mega 500 manns koma saman í hverju sóttvarnarhólfi þegar …
Alls mega 500 manns koma saman í hverju sóttvarnarhólfi þegar nýjar reglur taka gildi á laugardaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Frá og með laugardeginum 28. ágúst mega 500 manns koma saman í hólf á íþróttaviðburðum hér á landi, gegn framvísun hraðprófs. Þetta tilkynnti Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, í dag að loknum ríkisstjórnarfundi í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu.

Nýjar sóttvarnareglur gilda í þrjár vikur en hingað til hafa aðeins 200 manns mátt koma saman í hólfi á íþróttaviðburðum utandyra.

Áfram er grímuskylda á viðburðum ef ekkert er hægt að tryggja fjarlægðatakmörk utandyra en metersreglan svokallaða hefur verið felld úr gildi á sitjandi viðburðum.

ÍSÍ mun útfæra nýjar reglur ásamt sérsamböndunum á næstu dögum en bæði karla- og kvennalið Íslands í knattspyrnu leika keppnisleiki á Laugardalsvelli í september.

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur ekki ennþá ákveðið fyrirkomulagið fyrir miðasölu á landsleikina sem verða alls fjórir, þrír hjá karlalandsliðinu og einn hjá kvennalandsliðinu, en framvísun hraðprófs flækir málin vissulega fyrir sambandið enda er það í höndum viðburðarhaldara að fara yfir niðurstöður prófanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert