„Hef aldrei reynt að hylma yfir neitt“

Geir Þorsteinsson gegndi formannsembætti KSÍ frá 2007 til ársins 2017.
Geir Þorsteinsson gegndi formannsembætti KSÍ frá 2007 til ársins 2017. mbl.is/Hari

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, segist aldrei hafa reynt að hylma yfir meint brot landsliðsmanna karlalandsliðsins í knattspyrnu á meðan hann gegndi embætti formanns KSÍ.

Formaðurinn fyrrverandi starfaði lengi fyrir knattspyrnuhreyfinguna, fyrst sem framkvæmdastjóri KSÍ frá 1997 og síðar sem formaður sambandsins frá árinu 2007.

Geir lét af störfum sem formaður KSÍ í febrúar 2017 en Guðni Bergsson tók þá við embættinu og gegndi því allt þangað til í gær þegar hann lét af störfum.

„Ég hef enga vitneskju um þau mál sem um er rætt núna í tengslum við Knattspyrnusambandið og leikmenn karlalandsliðsins,“ sagði Geir í samtali við mbl.is.

„Ég fór að heyra af einhverjum málum fyrir einhverju síðan í kjölfar Gylfamálsins. Það kom aldrei neitt inn á borð til mín á meðan ég var formaður og ég heyrði aldrei af neinu slíku.

Ég hef aldrei reynt að hylma yfir neitt,“ bætti fyrrverandi formaðurinn við í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka