Stjórn KSÍ íhugar að stíga til hliðar

Stjórn KSÍ fundar síðar í dag um framtíð stjórnarinnar.
Stjórn KSÍ fundar síðar í dag um framtíð stjórnarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, KSÍ, mun funda í dag klukk­an 17 um næstu skref stjórn­ar. Þetta staðfesti Bor­gild­ur Sig­urðardótt­ir, vara­formaður KSÍ, í sam­tali við mbl.is í dag.

Á fund­in­um verður framtíð stjórn­ar­inn­ar rædd, en Guðni Bergs­son, fyrr­ver­andi formaður KSÍ, lét af störf­um í gær.

KSÍ hef­ur legið und­ir mik­illi gagn­rýni und­an­farna daga fyr­ir þögg­un og meðvirkni með gerend­um inn­an sam­bands­ins.

Íslensk­ur topp­fót­bolti, hags­muna­sam­tök fé­laga sem eiga lið í efstu tveim­ur deild­um Íslands, sendu í dag frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þau skoruðu á bæði stjórn sem og fram­kvæmda­stjóra KSÍ að segja af sér.

„Það er fund­ur hjá okk­ur í dag þar sem farið verður yfir þessa yf­ir­lýs­ingu frá ÍTF sem birt­ist í dag,“ sagði Borg­hild­ur í sam­tali við mbl.is.

Hafið þið tekið ákvörðun um að stíga til hliðar?

„Það hef­ur ekki verið tekið nein ákvörðun um fram­haldið, en eitt af því sem við mun­um ræða jú, er það hvort stjórn­in muni stíga til hliðar í ljósi at­b­urða síðustu daga,“ sagði Borg­hild­ur í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert

Íslenski fótboltinn

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Frakkland 2 2 0 0 4:2 2 6
2 Noregur 2 1 0 1 2:2 0 3
3 Ísland 2 0 1 1 2:3 -1 1
4 Sviss 2 0 1 1 1:2 -1 1
25.02 Frakkland 3:2 Ísland
25.02 Noregur 2:1 Sviss
21.02 Frakkland 1:0 Noregur
21.02 Sviss 0:0 Ísland
03.04 22:00 Ísland : Noregur
04.04 18:00 Sviss : Frakkland
07.04 22:00 Ísland : Sviss
08.04 17:00 Noregur : Frakkland
29.05 22:00 Noregur : Ísland
30.05 19:10 Frakkland : Sviss
02.06 22:00 Ísland : Frakkland
02.06 22:00 Sviss : Noregur
urslit.net
Fleira áhugavert