„Allir sem þekkja mig vita fyrir hvað ég stend“

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ.
Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, er komin í ótímabundið leyfi frá störfum og birti hún yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í dag þess efnis.

Sambandið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir þöggun og meðvirkni með meintum gerendum innan sambandsins en Guðni Bergsson steig til hliðar á sunnudaginn síðasta.

Stjórn KSÍ fylgdi svo í kjölfarið á mánudagskvöldið en boðað verður til aukaþings á næstunni þar sem nú bráðabirgðastjórn verður kjörin.

„Síðustu dagar hafa verið erfiðir,“ segir í yfirlýsingu sem framkvæmdastjórinn sendi frá sér en hún gaf mbl.is leyfi til að birta hana.

„Allir sem þekkja mig vita fyrir hvað ég stend. Ekki spurning að í öllu þessu mátti ýmislegt betur fara.

Ég styð þolendur, alltaf allsstaðar. Um það skal enginn efast,“ segir meðal annars í yfirlýsingu framkvæmdastjórans.

Yfirlýsing Klöru:

Kæru vinir.

Eins og sjá má í fréttum þá er ég komin í leyfi. 
Síðustu dagar hafa verið erfiðir.
Allir sem þekkja mig vita fyrir hvað ég stend.
Ekki spurning að í öllu þessu mátti ýmislegt betur fara.

Ég styð þolendur, alltaf allsstaðar.
Um það skal enginn efast.

Takk fyrir allar kveðjurnar og stuðninginn.
Ég met það mikils.
Sjáumst fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert