Íslenska 21-árs landsliðið í karlaflokki í fótbolta mætir Hvíta-Rússlandi klukkan 14 í fyrsta leik sínum í undankeppni Evrópumótsins en leikurinn fer fram í Brest.
Athygli vekur að Kristian Nökkvi Hlynsson, 17 ára gamall leikmaður Ajax í Hollandi, er í byrjunarliðinu en bróðir hans, Ágúst Eðvald, sem er 21 árs og leikur með Horsens í Danmörku, er á varamannabekknum.
KSÍ hefur birt byrjunarliðið sem Davíð Snorri Jónasson þjálfari valdi og það er þannig skipað:
Mark:
Elías Rafn Ólafsson, Midtjylland
Vörn:
Valgeir Lunddal Friðriksson, Häcken
Ísak Óli Ólafsson, Esbjerg
Finnur Tómas Pálmason, KR
Atli Barkarson, Víkingi R.
Miðja:
Kristian Nökkvi Hlynsson, Ajax
Kolbeinn Þórðarson, Lommel
Stefán Árni Geirsson, KR
Sókn:
Brynjólfur Willumsson, Kristiansund, fyrirliði
Sævar Atli Magnússon, Lyngby
Bjarki Steinn Bjarkason, Venezia
Varamenn:
Jökull Andrésson, Morecambe
Birkir Heimisson, Val
Karl Friðleifur Gunnarsson, Víkingi R.
Hákon Arnar Haraldsson, Köbenhavn
Viktor Örlygur Andrason, Víkingi R.
Orri Hrafn Kjartansson, Fylki
Kristall Máni Ingason, Víkingi R.
Ágúst Eðvald Hlynsson, Horsens