Líkt við Gerd Müller

Andri Lucas Guðjohnsen í leiknum gegn N-Makedóníu.
Andri Lucas Guðjohnsen í leiknum gegn N-Makedóníu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Laglegt mark Andra Lucasar Guðjohnsen í landsleiknum gegn Norður-Makedóníu hefur vakið athygli.

Í beinni textalýsingu á vef knattspyrnublaðsins Kicker var honum meira að segja líkt við mesta markaskorara, sem Þjóðverjar hafa átt. Sagði þar að Andri Lucas hefði skorað um leið og hann sneri sér að hætti Gerds Müllers svo ekki yrði betur gert.

Müller lést 15. ágúst, 75 ára að aldri. Hann var sannkölluð markavél og til marks um það er að hann skoraði 86 mörk í 82 landsleikjum.

Þetta var fyrsta landsliðsmark Andra Lucasar.

Ísland og Þýskaland mætast á Laugardalsvelli annað kvöld. 

Gerd Müller skorar sigurmarkið fyrir Vestur-Þjóðverja í úrslitaleiknum gegn Hollendingum …
Gerd Müller skorar sigurmarkið fyrir Vestur-Þjóðverja í úrslitaleiknum gegn Hollendingum í München á HM 1974. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert